Leita í fréttum mbl.is

Er aðventan tími uppgjafar hjá íslenskum stjórnvöldum.

Í fyrstu viku aðventu, bárust fréttir af uppgjöf stjórnvalda, gagnvart bönkum og lífeyrissjóðum, við lausn á skuldavanda heimilana. 

Núna í byrjun annarar viku aðventu, berast fréttir, af uppgjöf íslenskra stjórnvalda, gagnvart hagsmunum ESB-þjóða, vegna Icesave.  Þrýst er mjög á lausn Icesavedeilunnar, fyrir framlagningu varnarbréfs Íslendinga vegna Icesave, fyrir ESA.

Þrýstingurinn eykst, því að á næsta þriðjudag þurfa stjórnvöld að grípa til varna og svara fyrir Icesave hjá ESA. Þrýstingurinn er samt ekki að uppruna frá Íslendingum, heldur Bretum, Hollendingum og restinni af ESB, þar sem lagaleg rök kr...afna Hollendinga og Breta standast ekki skoðun. Varnir Íslendinga fyrir ESA, gætu haft víðtæk áhrif á innistæðutryggingakerfisins innan ESB og í raun hleypt þeim málum í uppnám, eins og nóg sé ekki uppnámið vegna hrynjandi veldi evrunar.

Íslensk stjórnvöld taka hins vegar afstöðu með Evrópu og gegn hagsmunum Íslendinga, vegna ESB-þráhyggju Samfylkingar.

Heyrist hin minnsta jákvæða stuna frá stjórnarandstöðunni, varðandi nýjan samning, þarf þjóðin að taka sig til og fylla pósthólf stjórnarandstöðuþingmanna, sem og annarra þingmanna, með þeim skilaboðum, að eftir verði tekið, hvernig þeir standi með eða gegn íslenskum hagsmunum í málinu. Í framhaldi af því, þarf svo að minna forsetann á hans eigin orð, að auðvitað eigi íslenska þjóðin að greiða atkvæði um samninginn.
 
 Núna sem endranær, er það skylda íslenskra stjórnvalda, að standa í lappirnar í samræmi við það,takmarkalausa umboð, sem þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars veitti þeim til samninga um Icesave.  Eina umboð stjórnvalda vegna Icesave, hvort sem stjórnarandstaðan, láti plata sig með eða ekki, er að leggja málið í dóm þjóðarinnar.

 


mbl.is Samkomulag að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband