Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni af 18 mánaða afmæli ,,Hinnar farsælu lausnar Félaga Svavars"

Núna þegar þetta er skrifað, er ca. eitt og hálft ár síðan Steingrímur J. kynnti farsæla lausn Félaga Svavars í Icesavedeilunni.  Þótti lausnin það góð, að óþarfi var að birta samninginn opinberlega.  Mestu máli skipti að hann yrði bara samþykktur á Alþingi óséður, hratt og örugglega, annars hefðu Íslendingar verra af.

Þar sem Jóhönnustjórnin hafði ekki einu sinni, þingmeirihluta fyrir samþykkt samningsins, þá neyddust stjórnvöld á endanum til þess að birta samninginn.  Kom þá í ljós hvers konar hraksmíði þessi farsæla lausn Félaga Svavars var, enda hafði hann gefið það út, að hann hefði bara hespað þessu af, því hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér, því hann væri á leið í frí.

 Það sem síðan gerist hefur margoft verið rætt. Alþingi var nær allt sumarið 2009 að semja fyrirvara við Svavarssamninginn, sem það síðar samþykkti í lok ágúst og forsetinn staðfesti í byrjun september. Að því loknu lagðist íslenska samninganefndin aftur í ferðalög og nú undir forystu Indriða H. Þorlákssonar.  Kom sú nefnd heim eftir miðjan október, með enn einu farsælu lausnina.  Var sú lausn á þann hátt, að þeir fyrirvarar er Alþingi hafði sett við fyrri samninginn, voru úr sögunni og nánast það sama í boði og var í fyrri samningi.

Var sá samningur samþykktur á Alþingi 30. des 2009, eftir miklar leiksýningar og atkvæðaskammtanir órólegu deildar Vg, ásamt því sem Vg liðar andsnúnir samningnum, voru sendir í frí og auðsveipari varamenn þeirra tóku sæti á þingi á meðan afgreiðsla samningsins stóð yfir.

 Forsetinn synjaði svo samningnum í byrjun janúar og boðað var til þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt íslenskum stjórnskipunnarlögum þann 6. mars 2010.  Samningurinn var svo kolfelldur í þjóðaratkvæðinu, eins og fólk man flest, þrátt fyrir hvatningarherferð forsætisráðherra og annarra í Bretavinnunni um heimasetu á kjördag, þar sem betri samningur væri á borðinu. 

Þessi betri samningur var í rauninni sami gamli samningurinn, með þeim breytingum þó, að vextir höfðu verið lækkaðir og vaxtalausum tímabilum verið bætt við samninginn.  Að öðru leyti var samningurinn jafnslæmur þeim fyrri, enda fólst í honum sama ólögvarða krafa viðsemjenda okkar um greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum óreiðumanna. 

Sagt er að þeir samningar, er Steingrímur bíði nú færis að dengja inn á Alþingi í aðventuönnum þingsins, sé engu betri en fyrri samningar.  Það ætti því að vera hverjum manni ljóst, Steingrími og Bretavinnugenginu líka, að sá samningur fær líka sitt NEI á Bessastöðum. 

 Í nærri tvö ár, hefur Evrópa beðið eftir lausn Icesavemálsins og hafa ríki ESB óttast það eins og heitan eldinn að þessi deila fari fyrir dómstóla, því þá kæmi endanlegur úrskurður um það hver beri ábyrgð á innistæðutryggingum, slíkan úrskurð kærir ESB sig ekkert um að fá í það minnsta ekki strax. Enda óttast ESB, sigur Íslendinga í deilunni, meira en nokkuð annað, enda væri sigur Íslands enn eitt áfallið á ESB og þó af nægu að taka.

 Allt þetta samningsbrölt stjórnvalda, prinsippsafsal Steingríms J. og félaga í Vg, að kröfu ESB sækni Samfylkingar, er aðeins annar möguleikinn til þess að leysa deiluna. Möguleikinn sem þjónar ESB og ESBumsókn Samfylkingar best.  Hinn möguleikinn, lausn samkvæmt lagalegum leiðum og þá væntanlega dómstólum, drepur ESBdraum Samfylkingar og í raun rænir flokkinn eina stefnumáli hans. 

Af þeim sökum, þrátt fyrir nánast yfirgnæfandi líkur á sigri í deilunni fyrir dómstólum, hafa stjórnvöld ekki viljað ljá því máls að deilan, færi fyrir dómstóla. Jafnvel þó að deilan færi líklegast ekki alla leið fyrir dómstólum, heldur yrði áður en að málsóknin kæmi inn á of viðkvæm Evrópsk mál, gerð dómsátt um málið, sem losa myndi íslenska skattgreiðendur úr snörunni. 

En það ferli allt myndi einnig losa 70% þjóðarinnar úr ESB-snöru Samfylkingar og þess vegna er Steingrímur J. og Bretavinnugengið, enn og aftur í yfirvinnu við að troða ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga á íslenska skattgreiðendur í boði ESB-draums Samfylkingar.


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Til hamingju með afmælið. Takk fyrir góðann pistil

Hreinn Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband