4.12.2010 | 00:05
Ráðdeildarsama fólkið borgar brúsann fyrir bankana.
Þetta lokasvar ríkisstjórnar, banka og lífeyrissjóðana til lausnar skuldavanda heimilana, er ekkert annað en kjaftshögg á þá sem í gegnum tíðina, reynt að sýna ráðdeild og varkárni í sínum fjárfestingum. Reynt að fjárfesta ekki í fasteign nema að geta átt einhvern hluta af henni frá upphafi.
Þetta sama fólk reynir eflaust líka, að eignast bíla með því að borga hvað mest út í þeim. Þetta er að öllum líkindum, ekki með önnur dýr lán, eins og t.d. yfirdráttarlán og önnur neyslulán á bakinu. Þetta fólk á alla jafna betur með að standa skil á sínum skuldum, því að sparnaðarvenjur þess, hafa veitt því borð fyrir báru, ef eitthvað óvenjulegt kemur uppá.
Þetta er með öðrum orðum fólkið sem ekki hefur verið komið í vandræði með sín lán fyrir hrun. Þetta fólk, er kannski ekki enn komið í vandræði með að borga af sínum lánum. En þetta fólk hefur engu að síður, tapað stórum fjárhæðum, vegna lækkandi fasteignaverðs á meðan lánin hafa hækkað. Þetta er fólkið sem borgar fyrir, meinta fórnfýsi banka og lífeyrissjóða, samkvæmt útreikningum á Hagsmunasamtaka Heimilana. Eins og dæmið hér að neðan sýnir:
Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir? Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti.
Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu."
Síðan munu allir skattgreiðendur á einn eða annan hátt greiða fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem og björgun hennar á Íbúðalánasjóði. Enda hlaupa þær aðgerðir á milljörðum. Þá milljarði er ekki að finna, nema með auknum tekjum ríkissjóðs, eða þá auknum niðurskurði. Niðurskurðurinn er kominn nánast að beini þannig að varla verður mikið skorið niður til viðbótar því sem nú er, án skelfilegar afleiðinga. Þá er tekjuaukningin eftir. Henni er hægt að ná með sársaukafullu og röngu leiðinni, hækkun skatta, sem þó eru líkur á að skili ekki því sem til er ætlast, eða þá á þann hátt að allir ,,græði", þ.e. að stækka eða víkka skattstofnana, með aukinni verðmætasköpun og atvinnu.
Hinir ráðdeildarsömu tapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristinn. Þó ég sé sammála þér í flestu þá hjó ég eftir þessari setningu:"En þetta fólk hefur engu að síður, tapað stórum fjárhæðum, vegna lækkandi fasteignaverðs á meðan lánin hafa hækkað."
Sá sem ekki selur hefur engu tapað þótt lánið hafi vaxið og veðhæfi hafi minnkað.
En ríkisstjórnin er að gylla páskaegg sem inniheldur smjörlíki. :)
Hafþór Baldvinsson, 4.12.2010 kl. 06:43
Já það er nokkuð til í þessu hjá þér. Ég passa nokkurnvegin inn í dæmið 15-10..
16 var það en er 20 núna 4 árum seinna:( Við höfum staðið í skilum, ennþá, enda haldið vinnu.. Ég get ekki séð að það erfiði minnki! Veit ekkert um verðmætið hér úti í sveit (Brunabótamat 35)
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.12.2010 kl. 08:20
Á móti lækkandi fasteignaverði í dag má benda á gríðarlega hækkun á fasteignaverði fyrir hruna, hækkun sem í fæstum tilfellum var innistæða fyrir þannig að tapið er kannski ekki eins mikið og það virðist í fyrstu
Kv,
Ólafur Helgason (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 09:30
Góð ábending, Ólafur Helgason.
Jón (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:53
Ólafur:
Hvað með þær þúsundir fjölskyldna sem keyptu sér húsnæði á árunum t.d 04-07 og borguðu inná milljónir sem nú eru glataðar? m.a vegna stöðutöku sömu lánastofnana og fjármálafyrirtækja ?
Hér hefur orðið eignaupptaka og engu á að skila. Það sem fellt verður niður hefði hvorteð er þurft að fella niður. Og fólk étur upp þetta rugl sem kemur frá stjórnvöldum og fjámálafyrirtækjum ... ekki má gleyma lífeyrissjóðunum sem töpuðu tugum milljarða í útrásarvitleysunni og nota nú það sem bætist ofan á lán fólks til að rétta við stöðu sína.
Á þetta bara að standa ? fólk búið að tapa ævisparnaðinum sínum vegna þess eins að það keypti sér þak yfir höfuðið.
Að kaupa sér húsnæði telst nú varla til áhættufjárfestinga... og þó þetta er Ísland.. Zimbabwe norðursins.
Þvílíkt bananalýðveldi.
Þór (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.