27.11.2010 | 03:10
Svokallaður listi sjálfstæðismanna til stjórnlagaþings og ESB-aðildarsinnar.
Ég hef í dag og kvöld fylgst með á netinu, umræðum um svokallaðan lista sjálfstæðismanna til stjórnlagaþings. Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér skoðun á slíkum listum, frekar en því, þegar að frambjóðendur til stjórnlagaþings, hvetja stuðningsmenn sína, til þess að kjósa ákveðna frambjóðendur, því þeir standi fyrir sviðaða hluti og þeir sjálfir.
Báðar þessar aðferðir ýta undir flokkamyndun á stjórnlagaþinginu. Flokkamyndun, þar sem stuðningsmenn ákveðinna gilda munu takast á við stuðningsmenn andstæðra gilda.
Hins vegar hef ég rekið augun í það, að flestir þeir sem andæfa svokölluðum lista sjálfstæðismanna, eru fylgjandi ESB-aðild. Til þess að ESB-aðild sé möguleg, þá þarf stjórnarskrarbreytingu. Breytingu sem að flestir ef ekki allir aðildarsinnar í hópi frambjóðenda, vilja vinna að, nái þeir kjöri til stjórnlagaþings.
Á lista sjálfstæðismanna, veit ég aðeins um einn aðila sem fylgjandi er aðild að ESB. Hina tel ég flesta ef ekki alla andvíga aðild.
Það er því ósköp eðlilegt að aðildarsinnar, fái hland fyrir hjartað, þegar flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, eða bara hver sem er, hvetur fólk, til þess að kjósa frambjóðendur, sem ekki muni styðja þær breytingar sem þarf á stjórnarskránni, svo ESB-aðild verði möguleg.
Að lokum finnst mér það fáranlegt sjónarmið, að halda því fram að frambjóðandi, er auglýsir sjálfan sig í fjölmiðlum sé eitthvað ómerkilegri pappír en aðrir frambjóðendur og finnst það reyndar formanni stjónlaganefndar, til minnkunnar að hnýta í þá frambjóðendur, er kosið hafa það að auglýsa í fjölmiðlum. Ummæli formansins eru í rauninni óviðeigandi í ljósi þess að maki formannsins er í framboði til stjórnlagaþings, en hefur ekki auglyst í fjölmiðlum.
Það ætti ekki að vera frambjóðanda til vansa, þó hann auglýsi í fjölmiðlum, telji hann þann kostinn árangursríkastan, sé farið að lögum varðandi kostnað á kosningabaráttunni. Það að kosta eitthvað til eigin framboðs, gæti nefilega allt eins verið til merkis um mann sem reiðubúinn er að berjast þjóðinni til heilla í þeim verkum sem framundan eru á stjórnlagaþinginu.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.