21.11.2010 | 11:07
Af einkavæðingu bankana, hinni síðari og skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Þegar einkavæðingu bankana hinni síðari lauk sumarið 2009, barði Steingrímur J. Sigfússon, sér á brjóst og sagðist hafa náð farsælli lausn við einkavæðingu bankana, með samningum við kröfuhafa bankana. Orðin ,,farsæl lausn" á þessum tímapunkti, hljóma hins vegar hrollvekjandi í ljósi þeirrar farsælu lausnar á Icesavedeilunni, er félagi Svavar Gestsson, hafði borið hingað til lands nokkrum vikum áður. Talaði Steingrímur um að snilld sín og sinna manna í samningaviðræðum við kröfuhafana, hafi lækkað framlag ríkisins um tugi ef ekki hundruðir milljarða frá þeirri upphæð, er gert var ráð fyrir í upphafi.
Á Facebooksíðu Lilju Mósesdóttur, þingmanns Vinstri grænna, stendur eftirfarandi:
,,Afsláttur nýju bankanna á lánasöfnum gömlu bankanna var að hluta notaður til að hækka virði eigna nýju bankanna sem skýrir mikla andstöðu við lánaleiðréttingu. Þetta var gert til að minnka framlag ríkissjóðs með nýju bönkunum eða til að lækka greiðslu ríkissjóðs vegna 100% innstæðutryggingar. M.o.ö. ætlunin er að láta ...skuldarar greiða fyrir innstæðutrygginga með stökkbreyttum lánum og hærri sköttum."
Í svipuðum tilgangi, var svo lögfræðiálitum um ólögmæti gengistryggðra lána, er fram komu er samningaviðræður við kröfuhafa bankana stóð yfir, troðið undir stól eða látið líta út eins og hún væri ekki til.
Flest bendir einnig til þess að kröfuhöfum bankana hafi verið ljós, vafinn um lögmæti gengislánana. Stjórnvöld hafi hins vegar boðist til þess að baktryggja nýju bankana, gegn þeim skaða, er dómar vegna gengistryggra lána gætu valdið þeim, þá fyrst og fremst í þeim tilgangi að minnka framlag ríkissjóðs með nýju bönkunum líkt og gert var með hin lánasöfnin.
Eins og fólk kannski man, þá komu hótanir kröfuhafa bankana um skaðabætur á henur Ríkissjóði, eftir fyrsta hæstaréttardóminn, vegna gengistryggðu lánana og voru kröfurnar í fyrstu miðaðar við það að samningsvextir þeirra lána yrðu látnir standa og skaðabótakrafan því, nálægt þeirri upphæð, er Ríkissjóður var sagður hafa sparað, í samningunum við kröfuhafana.
Eftir að þær kröfur komu fram, fóru því Seðlabankinn og FME að vinna við tilmælin um uppgjör gengistryggðra lána og niðurstaða þeirra, að lægstu verðtryggðu vextir Seðlabankans á lánstíma hvers láns, skyldi koma í stað, gengistryggingar og samningsvaxta.
Það er því nokkuð ljóst, að þó svo að menn sjái eitthvað bókhaldslegt svigrúm bankana til tilslakana, þá munu þær tilslakanir ekki fást svo auðveldlega, án aðkomu Ríkissjóðs (skattgreiðenda), vegna samninga þeirra er stjórnvöld gerðu við kröfuhafa bankana á sínum tíma og kölluðu ,,farsæla lausn".
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.