Leita í fréttum mbl.is

Af andlitslyftingu ríkisstjórnar.

Frá því Fjárlagafrumvarpið var gert opinbert þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson verið á harðahlaupum, við að sætta mann og annan vegna glórulausra niðurskurðatillagna í heilbrigðismálum, er birtast í frumvarpinu.   Hefur Guðbjartur afsakað niðurskurðinn með því að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir hafi unnið þessar tillögur en ekki hann.

Í því sambandi er athyglisvert að minnast orða Álfheiðar, þegar henni var gert að yfirgefa ráðuneytið, þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni um daginn.  Þá sagði Álfheiður að án þessara breytinga á ríkisstjórninni, væri ekki nokkur séns á því að Fjárlagafrumvarpið yrði samþykkt í þinginu.

Í því samhengi er athyglisvert að velta fyrir sér orðspori þeirra  Álfheiðar og Guðbjarts.  Álfheiður er sögð einstrengisleg og nánast ófáanleg til þess að bakka með nokkurn skapaðan hlut, þó svo að henni sé það ljóst að hún hafi haft rangt við.  Af Guðbjarti fer hins vegar það orð, að þó hann geti verið fastur fyrir, þá sé hann tilbúinn að hlusta á rök annarra og breyta af leið, vísi rökin til betri vegar en lagt var upp með.

 Það skildi þá ekki vera að Álfheiður hafi, án þess að nokkur fattaði, í raun verið að viðurkenna eigin bresti, er hún útskýrði brotthvarf sitt úr ráðuneytinu?


mbl.is Samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ótrúlegur munur á þessum tveimur manneskjum. Skyldi hrokafulla, valdníðslu Álfheiður hafa áttað sig á því að hún hafi verið einn af 9 akkilesarhælum þeirrar ríkisstjórnar?

Björn (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband