Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin og gullfiskaminni blaðamanna.

Jón Baldvin Hannibalsson fer núna mikinn á pressan.is og gagrýnir allt og alla og þá helst Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fyrir  úrræðaleysi og skort á hæfileikum til þess að leiða þjóðina út úr þeim vanda sem að hún á í.  Ég get alveg tekið undir með Jóni varðandi það að Jóhanna ræður ekki við neitt og virðist vart vita, hvar í veröldinni hún er stödd. 

   En það breytir því ekki að í undanfara þess landsfundar er kaus Jóhönnu sem formann Samfylkingarinnar, þá var Jóhanna efins um það hvort að hún ætti að gefa kost á sér í formanninn.  Hvort sem að það hafi eitthvað stutt ákvörðun Jóhönnu um að gefa kost á sér í formanninn, veit ég ekki, en Jóhanna gaf ekki afgerandi svar um framboð sitt til formanns, fyrr en Jón Baldvin boðaði eigin framboð tæki Jóhanna ekki þessari áskorun flokksmanna sinna. 

Varla er við öðru að búast en að Jón Baldvin, sem sat á þingi með Jóhönnu í mörg ár og í ríkisstjórn, hafi þekkt töluvert til Jóhönnu og þeirra hæfileika sem hann taldi hana hafa, veturinn 2009 til þess að leiða land og þjóð út úr þeim vanda er að steðjaði, annars hefði hann varla lagt svo hart að henni að bjóða sig fram.  

 Það hlýtur því að liggja nokkuð beint við að einhver blaðamaðurinn geri heiðarlega tilraun til að segja skilið við "gullfiskaminnið" í stutta stund og spyrji nú Jón Baldvin að því, hvaða kosti hann sá þá í Jóhönnu, sem að nú virðast vera týndir og tröllum gefnir?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mig minnir að ég hafi einhvern tíma verið sammála þessu með gullfiskaminni okkar Íslendinga.  Þess vegna er ég líka innilega sammála þér um gullfiskinn Jón Baldvin Hannibalsson.  Það er nú meiri rugludallurinn.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband