26.10.2010 | 21:06
Politískur skotgrafarhernaður og bræðravíg innan stjórnarliðsins?
Í flestum þeim málum er snúa að fólkinu í landinu beint, er ekki hægt að segja að sé óeðlilega mikill áherslumunur á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Flest mál er varða skuldir heimila og fyrirtækja hafa verið unnin í sátt og samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstæðinga, þó svo að stjórnarandstæðingar hafi eflaust í einhverjum tilfellum ganga lengra en gengið er hverju sinni.
Hins vegar, í það minnsta nýverið, hefur borið á því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar tali í sitthvora áttina, varðandi úrræði til handa skuldsettum heimilum í landinu, slá í og úr vonum landsmanna um lausn mála. Slíkt ástand skapar auðvitað óreiðu og reiði hjá almenningi og verður jafnvel til þess að þingið allt fær á sig skammir, vegna innanbúðar "slagsmála" í stjórnarráðinu.
Á Alþingi er helst að sjá að kastist í kekki með stjórn og stjórnarandstöðu, þegar dagskrárliðirnir, störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir eru. Auk þess hafa jú menn einstaka sinnum tekist á undir liðnum fundarstjórn forseta, en þá hafa stjórnarandstöðuþingmenn t.d. látið í ljós óánægju sína með það, að annað hvort séu að ósekju rædd þar mál, sem litlu skipta við endurreisn landsins, eða þá að stjórnarandstöðuþingmenn gera athugasemdir, við rýr og oft ómálefnaleg svör ráðherra við fyrirspurnum sínum.
Töluvert ber þó á því þegar störf þingsins eru á dagskrá og einhver tekur upp þar á dagskrá atvinnumál, að þá myndast samstaða meðal þingmanna, þvert á alla flokka nema annan stjórnarflokkinn.
Þegar atvinnumál á Suðurnesjum, sem að hafa hvað verið í umræðunni bera á góma, þá virðist vera rúmur meirihluti fyrir aðgerðum í þinginu. Að þeim meirihluta standa stjórnarþingmenn allir hins vegar ekki að, heldur eru það nær undantekningalaust þingmenn Samfylkingarinnar og flestir þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vinstri grænir, bæði þingmenn og ráðherrar standa hins vegar fast á bremsunni og í rauninni hindra það að ríkisstjórnin geti lagt fram mál sem koma atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum af stað.
Þau fáu mál sem að Samfylkingarráðherrum hefur tekist að þoka örlítið áfram, lenda svo í gíslingu inní ráðuneytum Vinstri grænna, þar sem teygt er úr hófi fram á öllum umsagnarferlum og jafnvel farið með einstök mál alla leið í dómsali, megi það verða til þess að tefja málið.
Eftir framlangingu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar, komst vinna þingsins við fjárlögin í uppnám, þar sem það virtist eins og að stjórum hluta stjórnarþingmanna og jafnvel ráðherrum hafi ekki verið kunnugt um efni þess og þegar þetta er skrifað, þá er alls ekki víst að það sé meirihluti í þinginu fyrir nýjum fjárlögum, nema að fjárlagafrumvarpið, breytist í það veigamiklum atriðum, að það verður nánast um nýtt frumvarp að ræða.
Það er því nokkuð ljóst að meinta vargöld á þingi má fyrst og fremst rekja til samstöðu og stefnuleysi stjórnarflokkana í veigamilkum málum. Er engu líkara að ríkisstjórnin þrífist öðru fremur á völdunum, einum sér, heldur en á því að einhver ákveðin stefna sé uppi. Heldur er böðlast áfram í stjórnlausu basli um málefni, sem eru að nafninu til frá stjórninni komin, þó svo að mestu deilurnar um þau mál, séu alla jafna innan stjórnarflokkana en ekki á milli stjórn og stjórnarandstöðu.
Það þarf því ekkert að rífast neitt um það að þetta ástand, hefur fyrst og fremst skapast vegna óeiningar stjórnarflokkana í millum og skorts á forystu í ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan verður seint sökuð um annað en að gera þó það, sem þeir geta til þess að til þess að auðvelda góðum málum framgöngu í þinginu.
Pólitískur skotgrafarhernaður á kostnað heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.