24.10.2010 | 16:26
Mun ráðgefandi þjóðaratkvæði leiða til brota á drengskaparheitum þingmanna?
"Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi neinar reglur frá kjósendum sínum." Svona hljóðar 48. grein Stjornarskrárnar. Á undan þessari grein er svo eðli máls samkvæmt sú 47. Og er hún svohljóðandi: "Sérhver nýr þingmaður skal vinna drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar kosning hans hefur verið tekin gild." Þetta drengskaparheit hafa allir þeir sem núna sitja á þingi undirritað og nýir þingmenn framtíðarinnar, munu eflaust gera það sama, enda líklegast að þessar tvær greinar, eða í það minnsta inntak þeirra breytist lítið sem ekkert, þrátt fyrir stjórnlagaþing. Auk þess sem að líkur benda til þess, að nái núverandi ríkisstjórn að hanga á völdunum út þetta kjörtímabil, þá eru rúmlega þrjú ár í að þær breytingar á stjórnarskrá, er kunna að verða gerðar í kjölfar stjórnlagaþings öðlist gildi.
Líklegt má telja að stjórnvöld reyni allt sem þau geta, til þess að samningum um inngöngu í ESB verði lokið fyrir lok þessa kjörtímabils, eða í síðasta lagi að kosið verði í "ráðgefandi" kosningu um samninginn, meðfram Alþingiskosningum vorið 2013.
Hvað sem að þeim hugleiðingum mínum líður, hvenær kosið yrði um væntanlegan aðildarsamning, þá hlýtur það að liggja í augum uppi, eðli máls samkvæmt, að stjórnvöld þess tíma er samningaviðræðum lýkur, varla undirrita samning, nema þau væru þeim samningi fylgjandi og hefði sannfæringu fyrir því að samningurinn væri af hinu góða. Það er því nokkuð ljóst að stjórnvöld þess tíma, munu tala fyrir samþykkt þjóðarinnar á samningnum, þó svo að hún verði reyndar aðeins "ráðgefandi".
Að lokinni "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn, hver sem úrslitin verða, mun svo að öllum líkindum, utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar, leggja fram stjórnarfrumvarp, sem að efnislega mun fjalla um það að Alþingi, samþykki eða synji þeim aðildarsamningi, er þá liggur fyrir, alveg óháð úrslitum þjóðaratkvæðisins.
Verði nei-atkvæði þjóðarinnar fleiri en já-atkvæðin, þá fyrst æsast leikar. Burtséð frá "meintri" andstöðu sumra þingmanna Vg. þá mun ríkisstjórnin, sem heild væntanlega, tala fyrir samningunum í undanfara þjóðaratkvæðis, enda er ríkisstjórnin að leggja samninginn fyrir þjóðina, ekki einhver þingmaður eða ráðherra. Annars væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar og einstaka þingmenn stjórnarflokkana að vinna gegn stefnu ríkisstjórnarinnar, sem að varla fer að leggja samning fyrir þjóðina, nema hún hafi sannfæringu fyrir honum.
Það væri því fráleitt að þegar stjórnarfrumvarpið um inngöngu í ESB verður lagt fyrir þingið, nái málið svo langt, að það falli í atkvæðagreiðslu í þinginu, vegna þess að þingmenn stjórnarflokkana eða ráðherrar ríkisstjórnarinnar greiða gegn honum atkvæði. Slík úrslit hlytu að leiða til stjórnarslita.
Það er því til lengri tíma litið, heillavænlegast fyrir stjórnvöld, að annað hvort leggja það fyrir þingið, að þjóðaratkvæðið um samninginn, er hann verður gerður, verði bindandi, ekki ráðgefandi. Eða þá að stjórnvöld, styðji þingsályktun þess efnis að þjóðin ákveði í þjóðaratkvæði hvort hún vilji fara með stjórnvöldum í það óumflyjanlega aðlögunnarferli að ESB, sem að raunverulega fellst í aðildarumsókn að ESB. Tillöguna skal þá bera fram með þeim tímamörkum um þjóðaratkvæðagreiðslur sem núgildandi lög, kveða á um, þó svo að það sé dýrara en að kjósa um það meðfram einhverju öðru.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.