16.10.2010 | 18:15
Leikritið: Ráðþrota í leit að sátt.
Í þetta skiptið, það fimmta eru stjórnvöld að reyna að leysa skuldavanda heimilana. Meginstef þessarar fimmtu tilraunar er, víðtæk sátt. Ekki það að mér þætti það best að sem víðtækust sátt væri um aðgerðir, þá er sáttin sem slík fráleitt það mikilvægasta. Mikilvægast hlytur að leysa vandann, en ekki hvort að einhver sé sáttur eða ósáttur við lausn hans. Sáttin hlýtur þó að nást á endanum, þegar vandinn leysist.
Fyrir flest þau heimili sem að eiga í skuldavanda, er þetta barátta upp á líf og dauða. Eins er þetta að öllum líkindum síðasta tækifæri stjórnvalda, til þess að leysa skuldavandann og því einnig barátta fyrir þau upp á líf og dauða.
Ég ætla ekki að leggja mat á niðurfelllingarleiðina sem slíka, en verð samt að segja, að ég hef ekki heyrt neinn tala um það, hversu mörg heimili sem ekki hafa greiðslugetu í dag, öðlist hana. Það hlýtur að vega mest í lausn skuldavanda fólks að koma málum svo fyrir að fólk geti borgað af sínum skuldum og þó afborganir lána lækki eitthvað við lækkun á höfuðstól, þá er ekki þar með sagt að þær lækki nóg, svo greiðslugeta verði til.
Skuldavandinn varð til vegna forsendubrests, það er af flestum talið óumdeilanlegt. Forsendubrests sem að varð, vegna efnahagshruns, það er líka óumdeilanlegt. Efnahagshruns og kreppu sem að þjóðin er í rauninni berjast við að svamla uppúr. Það hlýtur þá draga úr líkum þess að skuldavandinn leysist sem slíkur, á meðan hér varir kreppuástand. Það hlýtur því að vera forgangsmál að komast útúr þessari kreppu, til þess að vandinn leysist.
En fyrst af öllu þarf að fara fram mat á því hvað heimilin í landinu eru í rauninni, aflögufær um að borga af sínum lánum, á meðan kreppan varir. Skynsamlegast væri því að lækka afborganir lána, niður þann level sem heimilin ráða við tímabundið og færa það sem á vantar aftur fyrir lánið. Þeir sem enn geta borgað af sínum lánum yrði að sjálfsögðu frjálst að halda því áfram á þeim forsendum sem þeir gera nú.
Þeim sem ekki hefðu burði til að nýta sér úrræðið, yrði hjálpað með sértækum aðgerðum, sem hæfðu hverjum og einum.
Líklegast væri þá að sá hópur, sem gæti nýtt sér þetta úrræði, án frekari aðstoðar, þyrfti ekki frekari hjálp og væri ásamt þeim sem ekki þurfa að nýta sér úrræðið á grænni grein að loknum, þeim tíma sem afborganirnar væru lægri, ef farið væri svo jafnhliða í þá vinnu að rétta hér þjóðfélagið við eftir efnahagshrunið.
Að öðru leyti færi orka og tími stjórnvalda og þeirra sem vinna að lausn vandans í það að skapa hér þær aðstæður í þjóðfélaginu að kreppuástandið heyri fortíðinni til. Komi hér af stað öflugu atvinnulífi á ný með aukna verðmætasköpun að leiðarljósi. Það væri í raun stærsta kjarabótin fyrir heimilin í landinu að tekjur þeirra jukust, þannig að greiðslugetan verði næg til þess að geta staðið í skilum.
Ég er ekki að segja að allir yrðu sáttir með þessi úrræði, hið snarasta og þau kæmu fram, en ef að þau leystu skuldavanda þjóðarinnar, þá hljóta allir að verða sáttir að lokum. Í það minnsta þeir sem vinna að heillindum að lausn skuldavandans.
Leikritinu er lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.