Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn hafa alltaf viljað leysa skuldavandann..............

........... en tillögur þeirra nánast verið kæfðar af stjórnvöldum allar sem ein.

Stjórnarandstaðan hefur alveg komið fram með tillögur, þó svo að meining stjórnarmeirihlutans sé önnur.  

 Ég er ekki að halda því fram að tillögur stjórnarandstöðunnar hefðu leyst vandann, enda væri ég þá með einhverjar, "hefði og ef" formúlur og forsendur til lausnar vandans.  En það breytir því ekki að allar fjórar tilraunir stjórnvalda sl. 20 mánuði, hafa ekki skilað merkjanlegum árangri, hvað sem svo fimmta tillagan, sem boðað er að verði kynnt í næstu viku skilar.

Framsóknarflokkurinn kom á sínum tíma með 20% leiðina, þ.e. niðurfærsla skulda um 20% yfir allan skalann. Ég man ekki í svipinn hvort að fleiri úrræði hafi komið samhliða þessum frá Framsókn, en eflaust hefði einhver úrræði þurft, til þess að styðja við þetta. Framsóknarflokkurinn hefur svo einnig kynnt einhverja stefnu í atvinnumálum, sem að skila á fleiri störfum og verðmætasköpun.  Fleiri störf og minna atvinnuleysi, er jú hlutur sem að þarf að vinna að meðfram lausn á skuldavandanum, því að það eru atvinnutekjur fólks, sem borga skuldir þess.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram auk  áætlunar í atvinnumálum fram tillögu gegn skuldavandanum, vorið 2009.  Sú tillaga fólst í því að afborganir af skuldum yrðu lækkaðar  tímabundið eða í þrjú ár um 50%. Það sem að ekki yrði borgað af lánunum á þessu þriggja ára tímabili, yrði fært aftur fyrir lánstímann.  Þetta þriggja ára tímabil, yrði svo notað til að vinna úr skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja á markvissan og skipulagðan hátt.  Þessi tillaga hefði eflaust skilað sér í því að greiðslugeta og greiðsluvilji skuldara hefði verið meiri og eflaust fleiri komist hjá því að lenda í vandræðum.  Eins er líklegt að fólk hefði haft meira á milli handana til framfærslu og eflaust getað veitt sér meira en helstu nauðsynjar, m.ö.o. getað stækkað skattstofn neysluskatta og þar með aukið tekjur Ríkissjóðs.  Auk þess hefur Sjálfstæðisflokkurinn vel á fjórðu viku, beðið um fund í Viðskiptanefnd Alþingis, án árangurs, til þess að ræða viðbrögð og aðgerðir vegna nýfallins dóms Hæstaréttar, vegna gengislána.

Hreyfingin hefur svo eflaust komið með einhverjar tillögur og eflaust einhver fleiri þingmannamál, komið fram til lausnar, sem ég man ekki í svipinn, nema þá tillögur Lilju Mósesdóttur, Lyklafrumvarpið og tillögur um breytingar á Gjaldþrotalögum.  Tillögur sem leysa þá sem ekki verður bjargað, fyrr úr gjaldþrotafjötrunum.

 Þeir sem til þekkja, tala um að sjaldan eða aldrei, hefur verið unnið jafnvel í nefndum þingsins, þvert á flokkslínur, að þeim málum sem á borð þeirra hefur komið lausnar á skuldavandanum.  Sú vinna hefur hins vegar haft þá annmarka hingað til, að unnið hefur verið á grundvelli þeirra tillagna sem að stjórnvöld hafa komið með fjórgang og sú vinna öll innan fyrirframákveðins ramma stjórnvalda. Ramma sem hefur t.d. hamlað því að Lyklafrumvarpi Lilju, eða breytingu á Gjaldrþotalögunum, hefur ekki verið hægt að tvinna saman við þá vinnu, eða þá aðrar tillögur sem að ekki hafa komið frá stjórnvöldum.

Það er því alveg ljóst að það er ekki hægt að kenna þinginu í heild sinni eða stjórnarandstöðunni, hversu hægt gengur að leysa þennan skuldavanda.   Í öll þau fjögur skipti sem að núverandi stjórnvöld hafa sagst vera með lausnina, þá hefur það frekar verið þannig að þingmenn hafa unnið saman að úrvinnslu þeirra tillaga sem frammi liggja hverju sinni.  Þeirri vinnu hafa hins vegar settar þær skorður, sem ég nefndi hér að ofan, stífur rammi stjórnvalda utan um úrræðin hverju sinni. 

 Það er því nokkuð ljóst af þessari upptalningu að ekki er hægt að í rauninni að varpa ábyrgðinni á stjórnarandstöðuna og halda því fram að hún hafi hindrað afgreiðslu góðra mála, enda hefur stjórnarandstaðan ekki staðið í vegi fyrir neinu, þessara fjögurra úrræða ríkisstjórnarinnar til lausnar skuldavandanum, öðru nær.  

 Vandamálið hlýtur því fyrst og síðast að finnast í illa ígrunduðum og illa útfærðum tillögum stjórnvalda og stífni þeirra við að ræða aðrar leiðir til lausnar. Er það nokkuð ljóst að stjórnvöld hafi í rauninni aldrei látið gera allsherjarúttekt á vandanum og umfangi hans og unnið út frá þeirri úttekt. Að öðrum kosti, hafi slík úttekt farið fram, þá hafi stjórnvöld ekki farið eftir niðurstöðum hennar.

Viljinn hefur alltaf verið til staðar, meðal þingmanna allra flokka.  Óbreyttir þingmenn hafa hins vegar ekki sömu tækifæri og ríkisstjórnin til þess að trana sínum tillögum fram og fá þær ræddar í þinginu.  Dagskrá þingsins ræður merihluti Forsætisnefndar Alþingis, sem er sami meirihluti og stjórnarmeirihlutinn.  Forsætisnefnd, hleypir því engu á dagskrá þingsins, hvað þá í gegnum þingið í óþökk ríkisstjórnarinnar.

Það er því í rauninni gróf tilraun til fölsunar á sögu nútímans að kenna þinginu í heild sinni eða stjórnarandstöðu um úrræðaleysi stjórnvalda gagnvart skuldavandanum.  Úrræðaleysið eiga stjórnvöld alveg skuldlaust, hvað sem spunameistarar stjórnvalda sprikla og benda í allar áttir á sökudólga.

 


mbl.is Þingmenn vilja leysa skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband