8.10.2010 | 17:02
Í fimmta sinn á tuttugu mánuðum...............
á að koma með lausn á skuldavanda heimilana. Í hvert hinna fjögurra skipta hefur jafnframt verið gefið út að þetta sé lokasvar frá stjórnvöldum. Fólk geti bara rætt við bankann sinn, ef því vantar fleiri úrræði.
Í jafnmörg skipti, hefur stjórnvöldum verið bent á að þessi svokölluðu úrræði, leysi engan vanda og séu nær því að vera kvalræði, fremur en einhver úrræði. Stjórnvöld svara því þá þannig, að ef að ske kynni að eitthvað vantaði upp á þá yrði málið kannað.
Nú er það svo að engu líkara er að vandinn hafi í rauninni aldrei verið greindur. Heldur er líkara því að sett séu tilraunaverkefni í gang, svona til að prófa hvort að þetta sé nóg. Á meðan sökkva tilraunadýrin (skuldarar) enn dýpra í skuldafenið og vandi þeirra eykst í rauninni við hvert það úrræði (kvalræði) sem stjórnvöld boða.
Síðast liðinn þriðjudag, daginn eftir stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem bankarnir lágu undir ámæli fyrir óliðlegheit við skuldara, kom í ljós að stórum hluta fólks væri ekki hægt að hjálpa, eða í það minnsta að bankarnir ættu ekki hægt um vik að hjálpa, vegna þess að hið opinbera, ríki og sveitarfélög ættu kröfur á þetta sama fólk. Hefur virkilega engum ráðherranna dottið í hug undanfarna tuttugu mánuði að grenslast fyrir um skuldir almennings við hið opinbera og þá jafnvel veita eitthvert svifrúm vegna þeirra? Hafa innheimtumenn hins opinbera skellt skollaeyrum við öllum beiðnum skuldara um aðstoð og í rauninni ekki upplýst stjórnvöld um að vandinn liggi líka þar?
Á þriðjudaginn kom einnig fram að það væru alls ekki bankarnir, sem ættu flestar uppboðsbeiðnir vegna húsnæðislána, heldur voru bæði hið opinbera og Íbúðalánasjóður, með fleiri uppboðsbeiðnir.
Það skiptir samt nánast engu máli hvar stjórnvöld, bera næst niður í aðstoð við skuldug heimili, ef að þau ætla að halda áfram þvælast fyrir og koma í veg fyrir hverja einustu tilraun til atvinnuuppbyggingar í landinu, því að tekjur, eru jú frumskilyrði fyrir því að geta greitt sínar skuldir.
Framlenging á frestun lokauppboða á heimilum fólks, og boðaðar aðgerðir stjórnvalda, hljóma því eins og enn einn gálgafresturinn. Nema að samhliða aðgerðum stjórnvalda gegn skuldavanda heimilana í landinu, komi fram eitthvað raunhæft í atvinnuuppbyggingu í landinu, sem afléttir frystingu stjórnvalda á atvinnulífinu.
Lausn við skuldavanda í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
Erlent
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.