Leita í fréttum mbl.is

Líklegast fellur Alþingi á prófinu, en þá á eigin bragði.

Kærusinnum er tíðrætt um þungar skyldur og hugrekki þingheims, sem til þurfi að ákæra fyrrverandi ráðherra og stefna þeim fyrir landsdóm.  Enginn kærusinna, svo vitað sé, hefur þó sinnt þeirri skyldu sinni eða sýnt af sér það hugrekki í umræðum um málið, að ræða þá gagnrýni málefnalega, sem komið hefur á málatilbúnað meirihluta Atlanefndar.  Svör kærusinna við slíku, hafa einkennst af upphrópunum um heiður þingsins, vantraust á Atlanefnd og fleira í þeim dúr.

Málatilbúnaður meirihluta Atlanefndar, er bara reistur á það veikum grunni, að hæpið verður fyrir þingheim að taka ákvörðun á þann hátt annan, en pólitískan.  Strax og skýrsla nefndarinnar kom út, komu athugasemdir þingmanna, vegna þess að stór hluti þeirra gagna sem að meirihluti nefndarinnar, byggði niðurstöðu sína á, átti að vera þingheimi hulinn.  Svona nánast eins og óséði Icesavesamingurinn sem að þingið átti að samþykkja hratt og vel.  Umræðan um leyndina, sem að varð í þinginu á föstudagsmorguninn, sem leiddi svo til þess að umræðum var frestað fram yfir síðustu helgi, var bara toppurinn af ísjakanum.  Orð margra kærusinna í þeirri umræðu, bentu klárlega til þess, að þeim varðaði ekkert um það, þó þeir hefðu ekki kynnt sér málið til fulls.  Þeir vildu bara kæra, punktur. Enda voru ummæli margra kærusinna, á þann veg, að þeir voru búnir að gera upp hug sinn, áður en eiginlegar umræður hófust í þinginu.  Það hefði því nánast verið hægt að kjósa um málið, án umræðu í þinginu, slíkur er ákæruþorsti þingmanna, að þá varðar ekkert um, önnur sjónarmið, eins og traustvekjandi málsmeð, traustvekjandi málatilbúnað og fleiri atriði sem að þarf til þess að dómsmál, skili niðurstöðu fyrir dómi, annarri en frávísun eða sýknu. 

Eins virðist sá snillingur eða snillingar, sem að fundu það út að kjósa ætti um hvern ráðherra fyrir sig, ekki fattað, að verði byrjað að kjósa um Geir og Samfylkingin styðji þá tillögu, þá gæti allt eins farið svo að þingmenn Sjálfstæðisflokks, búi svo um hnútana að Ingibjörg verði líka ákærð.  Sami háttur verði hafður á verði samþykkt að ákæra Árna. Þá muni þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, sjá til þess að Björgvin verði einnig ákærður.

Svo þegar umræðan hófst í þinginu af einhverju viti, þá kom í ljós, að álit meirihluta nefndarinnar, var byggt upp á minnisblöðum sérfræðinga, sem vildu ekki láta nafn sins getið og höfðu að sögn Atla, nefndarformanns, í rauninni ekki viljað það í fyrstu að minnisblöð sín, væru þingheimi til sýnis, ekki einu sinni í svokallaðri "Leyndarmálamöppu". Í umræðunni kom svo í ljós að flestir ef ekki allir þeir sérfræðinga, sem höfðu hugrekki til þess að koma fyrir nefndina, þing og þjóð, án nafnleyndar, hafa flestir ef ekki allir gefið það út, að málatilbúnaður Atlanefndar, sé á það veikum grunni reistur, að annað hvort verði málum allra vísað frá landsdómi á fyrstu dögum hans, eða þá að menn hljóti sýknu eftir allt að tveggja ára réttarhöld.   

Ákæruefnin er svo flest á þann hátt, að þau í rauninni snúast ekki um það sem að stjórnvöld, hefðu í rauninni getað gert, síðustu mánuðina fyrir hrun.  Stjórnvöld gátu ekki gert betur en að benda, bönkunum á að minnka sig, stjórnvöld gátu ekki minnkað bankana.  Bankarnir höfðu auk þess minnstan áhuga á slíku, hvað þá að flytja, enda var samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, höfuðstöðvar bankana hér á landi notaðar, til þess að dreifa þeim fjármunum sem eigendur bankanna, hirtu úr erlendum útibúum og hylja slóð þeirra fjármuna, með millilendingu í Luxemburg og fleiri stöðum á leið peningana til Tortola, eða þess háttar staða.   Úttekt á stöðu Ríkissjóðs, ef til bankahruns kæmi á hugsanlegu tjóni Ríkissjóðs, hefði af þeim sökum, einnig vart orðið marktæk, þar sem að staða bankanna, var loftbólukennd, nánast fram að hruni, bæði vegna meintrar þátttöku endurskoðenda bankanna við fölsun árshlutauppgjöra, álita matsfyrirtækja og fleiri aðila.  Það hefur t.d. enginn getað upplýst þing eða þjóð um það, hver staða Ríkissjóðs hefði verið, ef að eigendur og stjórnendur bankanna, hefðu ekki tæmt þá sjálfir í aðdraganda hrunsins. 

 Það verður bara því miður að segja, að kærusinnar á þingi, óttast meira dóm götunnar, en sína eigin samvisku. Ótti þeirra kemur í veg fyrir það, að hægt verði að taka ákvörðun um annað, en að hlýða kalli þjóðarinnar um landsdóm.   

 Eins og málatilbúnaðurinn hefur verið hingað til, eru allt eins líkur á því að málum ráðherrana verði vísað frá, eða þeir sýknaðir.  Hvað segir dómstóll götunnar þá?  Mun sá dómstóll gagnrýna kærusinna fyrir óvandaðan málatilbúnaði, eða beina gagnrýni sinni að dómurum sem taka ákvörðun og dæma samkvæmt lögum? Munu kærusinnar íhuga stöðu sína sem þingmenn og ráðherrar, verði málinu vísað frá vegna handvammar Alþingis,  eða vegna sýknu á þeim rökum að Alþingi mistókst að búa málinu það sterkan grunn, að landsdómi sé það mögulegt að dæma nokkurn þessara ráðherra til sektar?


mbl.is Kosið um hvern og einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband