Leita í fréttum mbl.is

Saga af varaborgarfulltrúa, sem ætlaði að vera aðal.

Fyrir daga Besta flokksins sl. vetur í aðdraganda kosningana, leit út samkvæmt skoðanakönnum að svokallaðir vinstri flokkar, Samfylking og Vinstri grænir myndu jafnvel ná meirihluta í Borgarstjórn.  Sýndu skoðanakannanir að Samfylking fengi minnsta kosti 5 fulltrúa í Borgarstjórn. Kosningarnar fóru svo eins og þær fóru og Samfylkingin fékk bara þrjá fulltrúa.

 Maður er nefndur Hjálmar Sveinsson, dagskrárgerðarmaður og áhugamaður um borgarskipulag.  Hjálmar þessi tók þátt í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík og endaði þar í fjórða sæti.   Miðað við flestar kannanir þá hefði Hjálmar semsagt flogið inn í Borgarstjórn, hefði Besti flokkurinn ekki birst. 

Niðurstaðan varð hins vegar sú að Hjálmar komst ekki að í Borgarstjórn og endaði sem fyrsti varamaður Samfylkingarinnar.

 Á kosninganótt nærri því undir morgun, hafði fréttamaður RÚV, elt Hjálmar þennan heim til sín og tók við hann viðtal, fyrir utan við heimili hans.  Þar tjáði Hjálmar fréttamanni það, að hann væri í vafa hvort að hann ætti nokkuð að láta sig hafa sig út í það að vera varaborgarfulltrúi.  Bar hann því við, að hann væri ekki upplýstur um kaup og kjör varaborgarfulltrúa, hann hefði jú fyrir fjölskyldu að sjá.   Kvaðst Hjálmar ætla að sofa á þessu öllu saman og tala svo við sitt fólk.

Svo fór eins og talað var um, Hjálmar talaði við sitt fólk og ákvað í framhaldi að því, þiggja sæti varaborgarfulltrúa.  

 Svo má spyrja að því hvort það sé tilviljun eða heppni þá fékk Hjálmar einhverja kjarabót með þessari ákvörðun forsætisnefndar borgarstjórnar.  Áhyggjum hans af framfærslu sinni og sinna hlýtur að hafa verið að mestu eytt, þó svo að áhyggjur þeirra sem standa í röðinni við Fjölskylduhjálpina aukast með viku hverri........................................


mbl.is Laun varaborgarfulltrúa hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Einhver góður maður varpaði fram þeirri hugmynd að einhver Samfylkingarmaður hafi fengið þá úrvals hugmynd að ráða vinsælan leikara til að stofna flokk, til að allir þeir sem hefðu orðið ógeð á fjórflokknum, hefðu einhvern valkost í borgarstjórnar kosningunum. Líklega hefur illþýðinu tekist að leika á okkur öll, eina ferðina enn.

Jónatan Karlsson, 20.9.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband