20.9.2010 | 11:06
Þarf Hæstiréttur að ráða miðil, til að tengja á milli anda laganna og texta lagannna?
Þessi lög sem Hæstiréttur hefur dæmt þarna eftir, eru bara enn eitt dæmið um þau slælegu vinnubrögð Alþingis sem að skýrsla RNA og reyndar fleiri benda á. Framkvæmdavaldið, í þessu tilfelli fyrrv. félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason, bæglast inní þingið með enn eitt málið sem að afgreiða þarf með hraði. Málið fer í gegnum fyrstu umræðu, oftar enn ekki þá er fyrsta umræða bara ræða framsögumanns og svo er málinu vísað til nefndar.
Nefndinni er svo ætlað að kalla til sín þá sérfræðinga er þurfa þykir, til þess að fá sem flesta vinkla á málið. Oftar en ekki er framkvæmdavaldið, ásamt Forsætisnefnd þingsins, er nýtur sama þingmeirihluta og framkvæmdavaldið svo komið á hurðahún nefndarherbergisins löngu áður en málið getur talist afgreitt úr nefnd, því samkvæmt dagskrá þingsins á þá á tiltekið mál að vera á dagskrá á tilteknum tíma, sama hvað raular og tautar.
Önnur umræða byrjar svo á því að lesin eru upp tvö til þrjú álit nefndarinnar, meirihlutaálit sem oftast nær er nánast samhljóða vilja framkvæmdavaldsins, og svo eitt til tvö nefndarálit stjórnarandstöðuþingmanna í nefndinni. Oft er þess einnig getið í álitum stjórnarandstöðu þingmanna, að málið sé aftur komið og ófullburða í þingið, því meirihlutinn (framkvæmdavaldið), reif það nánast órætt úr nefndinni. Að því loknu fer málið í nefndina aftur á milli annarar og þriðju umræðu.
Þar er uppi sama tímapressan og áður, sem að Forsætisnefnd þingsins setur þinginu að áeggjan framkvæmdavaldsins. Málið rifið úr nefndinni, oftar en ekki með þeim orðum að ekkert nýtt hafi komið fram. Í ljósi sögunnar og er þá ekki farið lengra aftur í hana en í Icesave, til þess að þau orð veki upp grun um vanreifað mál.
Málið fer svo til þriðju umræðu, með nánast sama handriti og í annarri umræðu, nema hvað í lok þriðju umræðu eru greidd atkvæði um frumvarpið og breytingartillögur og málið afgreitt sem lög frá Alþingi, oftar en ekki óverulegum breytingum frá upprunalegum texta.
Menn krossa svo fingur og vona að nýja frumvarpið haldi. Annars hafa menn jú þann frasa í handraðanum að "andi lagana" hafi jú verið annar en lagatextinn, fari málið illa fyrir dómstólum. Í fljótu bragði er aðeins hægt að benda á tvennt sem gæti komið í veg, slíkan "misskilning", sem stöðugt virðist vera á milli texta lagana og svo anda lagana. Það er að vanda vinnuna í þinginu betur og ekki hleypa neinu í gegn, nema hverjum steini hafi verið velt og skoðað undir hann, eða þá að ráða Þórhall miðil í Hæstarétt, til ráðgjafar við réttinn, svo dómarar réttarins eigi betur með að skilja hvað Löggjafinn meinti með þeim lagatexta er dæma skal eftir.
Ekki í anda laganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.