Leita í fréttum mbl.is

Báðar tillögur um landsdóm verða felldar.

Tillaga meirihluta Atlanefndar mun líklega ekki fá fleiri atkvæði en þingmannafjöldi þeirra flokka er að baki hennar standa, eða 27 og því munu þá 36 vera á móti verði allir þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á móti tillögunni.

 Þegar tillaga Samfylkingar verður svo borin upp, þá geta varla þingmenn þeirra flokka er greiddu atkvæði með hinni tillögunni, greitt henni atkvæði, því þá væru þeir að falla frá fyrri ákvörðun sinni um að ákværa Björgvin G. , bara til þess að fá einhvern fyrir landsdóm.  Væri slíkt vart marktækt, hjá þeim þingmönnum og þeir alveg örugglega þá ekki að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni.

 Eina von þeirra þingmanna um landsdóm væri þá sú að fleiri en 16 þingmenn Samfylkingar kjósi með því að Geir, Árni og Ingibjörg verði ákærð.  Greiði fleiri en 16 þingmenn Samfylkingar með þeirri tillögu, þá nægir  hjáseta þingmanna Vg. Framsóknar og Hreyfingar til að fá þá tillögu samþykkta.

 Svo er það auðvitað spurningin hvort Samfylkingin, eða fulltrúar hennar í Atlanefnd flytji tillögu sína óbreytta í þinginu, því verði nafn Ingibjargar á þeirri tillögu, þá klífur það flokkinn.


mbl.is Ingibjörg: „Betra að veifa röngu tré en öngu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband