14.9.2010 | 14:53
Misnotkun Samfylkingar á Landsdómi.
Það má bera virðingu fyrir málflutningi þeirra er mæla með og gegn Landsdómi, sé slíkt ekki gert í pólitískum tilgangi.
Tillaga Vinstri grænna, Framsóknar og Hreyfingarinnar um Landsdóm, tekur tillit til skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og gerir reyndar enn betur, með því að kalla einnig Ingibjörgu Sólrúnu, fyrir Landsdóm, vegna ábyrgðar hennar sem oddvita annars stjórnarflokksins. Í rauninni er það eina sem að gera má athugasemd við þá tillögu er, hvort að ekki megi þá einnig kalla fyrir dóminn, staðgengil hennar í því embætti, Össur Skarphéðinsson. En við skulum hins vegar láta það liggja milli hluta að sinni, í það minnsta.
Tillaga Samfylkingar um Landsdóm, ber hins vegar vott um pólitískan loddaraskap og hræsni og á í rauninni ekkert skylt við réttlæti. Tillagan ber öðru fremur með sér vott um pólitíska misnotkun á þeim dómstóli sem að Landsdómur er. Þau rök Samfylkingarinnar fyrir því að vilja hlífa Björgvini, vegna þess að hann hafi ekki fengið að vita neitt og hann hafi hvergi verið, eru á skjön við álit RNA um ábyrgð hans á málaflokknum. Sú ábyrgð hverfur ekkert þó svo að hann hafi ekki, eða segist ekki hafa verið upplýstur. Aðrir sakborningar, gætu þá jafnvel borið því sama við, því fráleitt er að telja að menn hafi verið upplýstir um allt sem var í gangi. Í niðurstöðu RNA, segir hins vegar að ekki sé tilefni til eða ástæða til þess að kalla Ingibjörgu eða Össur fyrir Landsdóm, þar sem ráðuneyti þeirra báru ekki ábyrgð á bankamálum, líkt og ráðuneyti Björgvins.
Það er í rauninni sú niðurstaða sem að Samfylkingin ætlast til að fá frá Landsdómi, Ingibjörg sýknuð og Björgvin með syndaaflausn Alþingis. Í lögum um Landsdóm, segir svo að ekki megi fjalla um annað en Alþingi setji dómnum fyrir. Það þýðir með öðrum orðum, að allar þær upplýsingar er fram kunna að koma, eftir að Alþingi samþykkir ályktun um Landsdóm, breyta þar engu um. Upplýsingar sem leiða til sektar annarra en þeirra er fyrir dómnum eru, geta ekki bætt við við nöfnum á lista sakborninga. Til þess þarf Alþingi að samþykkja aðra ályktun þess efnis að fleiri verði kallaðir fyrir dóminn.
Telja má í ljósi sögunnar að Samfylkingin berji það í gegn að sín tillaga verði samþykkt, frekar en tillaga flokkana þriggja. Mun Samfylkingin í þeirri viðleitni sinn, jafnvel hóta stjórnarslitum í þeirri viðleitni sinni að skrumskæla réttlætið í sínum pólitíska tilgangi.
Þetta plott Samfylkingarinnar að bjóða frekar einstakling, fyrir landsdóm er meiri líkur eru á að sleppi við dóm, frekar en sá sem Samfylkingin vill sleppa við Landsdóminn, er því ekkert annað en pólitísk misnotkun flokksins á Landsdómsúrræðinu og í raun grimm atlaga að íslensku réttarfari. Slíkar aðfarir hafa þann eina tilgang að hvítþvo þátt flokksins í ríkisstjórn Geirs Haarde og endurrita þær staðreyndir sögunnar, er benda á sök flokksins og ráðherra hans.
Verði Samfylkingartillagan ofan á í afgreiðslu þingsins varðandi Landsdóm, þá verður það sorglegur atburður í sögu Alþingis Íslendinga sem jafnast alveg við atburðina 6. október 2008 og þann dag er Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Þess dags verður einnig minnst í sögunni sem dagsins er Alþingi Íslendinga, ákvað að hverfa af braut þess réttlætis og réttarreglna er þekkjast í hinum vestræna heim og hefja pólitísk réttarhöld í anda einræðis og ráðstjórnarríkja og endurvekja nornaveiðar og nornabrennur miðalda. Þeim þingmönnum er slíkt samþykkja munu sjálfur úthrópa með samþykkt sinni vanhæfni sína til starfa á Löggjafarþingi Íslendinga.
Telji meirihluti Alþingis slíka afgreiðslu, þeirri þjóð er hann starfar í umboði fyrir bjóðandi, þá eiga þeir þingmenn í rauninni engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku, strax og þeir hafa stutt á "já-hnappinn" á borði sínu. Þjóðin er reið, en þjóðin þarfnast ekki þess að hafa í þjónustu sinni, hræsnisfulla málsvara pólitískra aftaka og nornaveiða.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.