13.9.2010 | 18:42
Sefar pólitískt uppgjör í réttarsal, reiði almennings?
Takmarkanir Landsdóms eru t.d. þær að hann getur aðeins dæmt í því sem honum er sett fyrir af Alþingi. Komi eitthvað fram við dómhaldið, sem bendir til sakar, hjá öðrum en hefur stöðu sakbornings fyrir dómnum, þá er hvorki dómnum sjálfum né saksóknara Alþingis, heimilt að kalla þann einstakling fyrir dóminn og dæma í máli hans. Til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að flytja aðra þingsályktunartillögu og samþykkja hana.
Verði t.d. Ingibjörg sakfelld, þá liggur það alveg ljóst fyrir að Össur Skarphéðinsson hafi gerst brotlegur í sömu atriðum og Ingibjörg mun hljóta sinn dóm fyrir, þar sem hann var staðgengill hennar. Þrátt fyrir það, mun Össur að öllum líkindum sitja á þingi út þetta kjörtímabil og væntanlega þá sem ráðherra.
Komi eitthvað fram í Landsdómnum, sem bent gæti á vanrækslusakir Jóhönnu, vegna setu hennar í fjármálahópi ríkisstjórnarinnar, þá breytir það engu með það, að hún getur setið á þingi út þetta kjörtímabil, sem forsætisráðherra, ef hún kýs svo.
Rök Samfylkingarparsins í nefndinni, fyrir því að sleppa Björgvini við Landsdómi, eru líka afar hæpin. Að ekki beri að kæra hann vegna þess að hann var hvergi og fékk engar eða rangar upplýsingar um stöðu mála. Björgvin er sá eini þeirra er RNA lagði til að yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, sem hefur hreinlega beðið um verða kallaður fyrir Landsdóm. Hvert er þá plottið að kalla hann ekki fyrir Landsdóm? Verði dómur Landsdóms byggður á þeim rökum eða lögum sem RNA, lagði til að þrír ráðherrar, Geir, Árni Matt og Björgvin G. yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, þá sleppur Ingibjörg við dóm. Eins og fólk kannski man, þá taldi RNA ekki grundvöll fyrir því að kalla Ingibjörgu og Össur fyrir Landsdóm, þar sem embættisskyldur þeirra, höfðu ekkert með bankana að gera.
Björgvin mun svo sleppa, vegna þess að þegar Alþingi hefur afgreitt ákæruskjalið, þá verður ekki fleiri nöfnum bætt á það skjal. Þá er allt eins líklegt að Björgvin mæti aftur til þingstarfa í byrjun október, með syndaaflausn frá Alþingi upp á vasann.
Hvort sem að það hafi eitthvað eða ekkert með refsigleði að gera, þá eru pólitísk réttarhöld, afar slæmur kostur og í rauninni algjört tabú. Að telja þessi réttarhöld nauðsynlegan þátt í uppgjöri við stefnu eins og markaðshyggju er hvílík firra og vitleysa og háttvirtum þingmanni Lilju Mósesdóttur, vart til sóma.
Uppgjör við pólitískar stefnur á ekki að fara fram í dómsölum. Það eru kosningar á fjörgurra ára fresti, alla jafna, sem framkvæma slíkt uppgjör.
Ólga og hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.