Leita í fréttum mbl.is

Tvennar tillögur um Landsdóm og ummæli forsætisráðherra, "gengisfella" dóminn.

það ber örugglega einhver ábyrgð.  Þannig er það bara með öll mannana verk að einhver ber á þeim ábyrgð.

 Ég var í rauninni fylgjandi Landsdómi, þangað til þær fréttir bárust af því að þingmenn utan nefndarinnar, væru jafnvel að reyna að hafa áhrif á hverjir yrðu dregnir fyrir Landsdóm, yrði Landsdómur kallaður saman.

 Síðan tók nánast steininn endanlega úr, þegar að niðurstaða þingnefndarinnar birtist.  Eitt álit um engan Landsdóm, annað álit um Landsdóm og fjórir ráðherrar kallaðir fyrir hann og svo álit um Landsdóm en bara þrír ráðherrar kallaðir fyrir dóminn.

 Það eru meiri líkur en minni að engin þessara tillagna hafi þingmeirihluta.  Tillagan um engan Landsdóm verður klárlega felld.  En þá komum við að hinum tillögunum tveimur.

 Að vísu þarf tillagan um fjóra fyrir landsdóm, bara samþykki fimm þingmanna úr öðrum flokkum en þeim er að henni stóðu.  Hverjar eru líkurnar á því að fimm þingmenn t.d. Samfylkingar dragi sig út úr samþykkt eigin flokks til þess að greiða þeirri tillögu atkvæði sitt? 

Til þess að tillaga Samfylkingar nái fram að ganga þarf að minnsta kosti atkvæði tólf þingmanna utan Samfylkingar.  Það er nánast allur þingflokkur Vinstri grænna.   Verður þá kannski Landsdómur samþykktur fyrir rest af stjórnarflokkunum í kjölfar t.d. hótana um stjórnarslit?  Verður eitthvað að marka dóm sem kallaður er saman af þeim ástæðum? 

Verði tillaga Samfylkingar ofan á, þá er ekkert því til fyrirstöðu að Björgvin G. Sigurðsson taki aftur sæti á þingi þegar það kemur saman aftur þann 1. október.  Þrátt fyrir allt sem skýrsla RNA greinir frá.

Ofan á allt þetta bætast svo ummæli forsætisráðherra, að niðurstöður nefndarinnar, gætu orðið til þess að sefa almenning.  Gæti það þá orðið niðurstaðan að saman verði kokkað eitthvað pólitíkst plott um Landsdóm í þeim tilgangi meðal annars, að sefa almenning?   Værum við eitthvað bættari með því?


mbl.is Landsdómur er sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er einn alsherjar skrípaleikur runninn undan rifjum fjármálaráðherra, væntanlega til þess gerður að dreifa athyglinni frá getuleysi stjórnarinnar!

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband