Leita í fréttum mbl.is

Nýr Magma-spuni í smíðum?

Eins og flestum ætti að vera í fersku minni, þá lék ríkisstjórnarsamstarfið á reiðiskjálfi í lok júlí, vegna kaupa á Magma á HS-Orku.  Til þess að dempra skjálftann, var stofnuð, svokölluð Magmanefnd af forsætisráðherra, er fara átti yfir lögmæti viðskipta Magma og ýmislegt fleira.  Sú nefnd átti upphaflega að skila af sér álitii um miðjan ágúst, um lögmætið, en vandræðagangur við skipun nefndarinnar, þar sem vafi lék á hæfi meirihluta nefndarinnar, kann að hafa komið veg fyrir birtingu álits þá.  Nefndin fékk hins vegar frest til 1. september til þess að skila áðurnefndu áliti.  Núna þegar þetta er skrifað, 5. september og engar fréttir enn af álitinu.

Fólki, hvort sem það er fylgjandi viðskiptum Magma eða ekki, ætti einnig að vera það ljóst að þessi Magmanefnd er í raun tilgangslaust húmbúkk. Úrskurðir nefndarinnar hafa í rauninni ekkert lagalegt gildi og hefur nefndin í rauninni jafnmikið umboð til rannsóknar á þessum málum og hver annar saumaklúbbur eða Rotaryfélag. 

Niðurstaða nefndarinnar, ef hún mælir gegn lögmæti viðskipta Magma mun því eingöngu byggjast á því að nefndin, leitar álits lögfræðinga, sem eru annar skoðunnar en þeir lögfræðingar, er mæltu með Magmafjárfestingunni, við nefnd viðskiptaráðherra um erlenda fjárfestingu.

Það hefur líka komið fram að, þegar þessi fjárfesting var í undirbúningi, þá nutu fulltrúar Magma aðstoðar Iðnaðarráðuneytis.  Það sem dregur hins vegar úr  líkum  á því að eitthvað komi fram úr frá þeim tíma er varpað gætu vafasömum blæ á gjörninginn, þar sem flestir funda fulltrúa Magma og starfsmanna Iðnaðarráðuneytis, voru óformlegir sófafundir að fyrirmynd Tonys Blairs. Slíkum fundum fylgja sjaldnast fundargerðir eða bókanir. 

 Það eru því allt eins líkur á því að niðurstöður Magmanefndarinnar, verði ekki á þeim nótum, sem andstæðingar viðskiptana, óskuðu sér.  

 Það  eru samt líkur á því, eftir að Ögmundur var á ný Sjanghæaður inní ríkisstjórn, að andstæðingar viðskiptana, verði fremur þöglir, þegar í ljós kemur að ekkert verði hægt að aðhafast, vegna orðins hlutar, án tugmilljarða kostnaðar á Ríkissjóð.

Í mesta lagi eiga þeir þá eftir að þvaðra eitthvað um gildandi lög , sett í tíð annarra ríksstjórna, sem að núverandi stjórnarflokkar hefðu getað breytt, hefði samstaða verið um það meðal stjórnarflokkana.  Svo var hins vegar ekki, vegna andstöðu Samfylkingar, þannig að líklega er þetta bara búið og gert eins og einhvers staðar stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband