Leita í fréttum mbl.is

Með eða á móti skiptir engu máli.

Það skiptir í rauninni engu máli, hverju Ögmundur segist vera fylgjandi og hverju ekki.  Með endurkomu sinni í ríkisstjórn, hlýtur hann að hafa gengist undir stefnu ríkisstjórnarinnar. Þá sömu stefnu og hann gat ekki unnið eftir, þegar hröklaðist úr þessari sömu stjórn fyrir tæpu ári.

Ögmundur ætlar að greiða atkvæði, gegn því að draga ESB-umsóknina, til baka þó svo að hann sé sammála Jóni Bjarnasyni um það, að stjórnvöld séu komin út fyrir það umboð sem Alþingi veitti stjórnvöldum, þegar umsóknartillagan var samþykkt.  

Þetta þýðir á mannamáli, að þó að hann hafi raun sannfæringu fyrir því að draga beri umsóknina til baka, þá er ráðherrastóllinn og það að halda honum, sannfæringu sinni æðri.

Það virðist einnig hverjum einasta spyrli í fjölmiðlum ofviða að spyrja Ögmund, á hvaða hátt, farvegur Icedeilunnar hafi breyst.  Icesavedeilan, er í raun á sama stað og hún var á þegar hann hröklaðist úr ríkisstjórninni, fyrir tæpu ári.  

Ríkisstjórnin hefur í rauninni rofið fyrir löngu það þverpólitíska samstarf, sem komið var í deilunni, eftir synjunar forsetans í byrjun þessa árs.   Eftir að gömlu nýlenduþjóðirnar höfnuðu, nýju þverpólitísku tilboði Íslands í deilunni og buðu þetta svokallaða "betra tilboð", þá rauf ríkisstjórnin þetta þverpólitíska samstarf og fór að tala niður þjóðaratkvæðagreiðsluna og kalla hana marklausan skrípaleik.  

Það er því alveg ljóst að Ögmundur verður að leggja þeim prinsippum, er vinsældir hans hafa orðið til af. Ögmundur verður með öðrum orðum að sitja og standa, eins og offiserarnir í Bretavinnunni leggja til, ætli hann sér að sitja lengur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en til áramóta.


mbl.is Andvígur auknum heimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband