Leita í fréttum mbl.is

Capacent og kjarabaráttan.

Núna í haust eru samningar á almennum markaði lausir.  Verkalýðsforystan er á kafi við að smíða einhverja kröfugerð, eða öllu heldur að láta Capacent Gallup framkvæma fyrir sig viðhorfskönnun meðal félagsmanna verkalýðsfélaga, í það minnsta hér á suð-vestur horninu.

Verkalýðsforystan sannar þarna enn og aftur sambandsleysi sitt við umbjóðendur sína og sýnir í raun að henni sé skítsama um þessar sálir sem enn hafa einhverja vinnu. Í það minnsta sýnist mér það ekki lengur vera INN hjá forystunni að fara út á vinnustaðina meðal fólksins sem hún er að vinna fyrir eða á í það minnsta að vera að vinna fyrir.

Nema auðvitað að peningalykt útrásarinnar sem að reyndar beið skipbrot fyrir tveimur árum, hafi bissness og braskvætt verkalýðsforystuna og leiðtogarhennar séu bara of uppteknir í í einhverjum monkeybissness með vinnuveitendum  með lífeyri umbjóðendasinna og megi þess vegna ekkert vera að þvi að hitta þá. 

Hver sem ástæðan er, þá finnst greinilega verkalýðsforystunni félagsgjöldum umbjóðenda sinna betur varið í einhverja rándýra viðhorfskönnun framkvæmda af Capacent Gallup, frekar en að nýta félagsgjöldin í eitthvað sem félagsmenn hafi beinan hag af og hundskist sjálfir út á meðal hinnar vinnandi alþýðu og spyrji hana sjálfir, hvað henni liggur á hjarta.  Kannski kunna þeir ekki lengur að umgangast venjulegt fólk?  Hver veit? 


mbl.is Krónan þarf að styrkjast meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband