Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrakapall og hugsjónakaffi.

Að loknum "maraþon-fundarsetum" þingflokka stjórnarflokkana og baktjaldamakks forsætis og fjármálaráðherra, hefur kapallinn gengið upp.  Svokallaðir "utanþingsráðherrar"  og jafnframt vinsælustu ráðherrar ríkisstjórnarinnar látnir fara, ásamt því að Kristján Möller og Álfheiður Ingadóttir, gert að hætta,  ráðuneytum fækkað um tvö og meintur "leiðtogi" órólegu deildarinnar, Ögmundur Jónasson tekinn aftur inn í ríkisstjórn, ásamt því að Guðbjartur Hannesson tekur sæti í ríkisstjórn.

Komu Ögmunds og Guðbjarts í ríkisstjórn, fylgja líka þær breytingar að Domsmála og mannréttindaráðuneytið og Samgönguráðuneytið sameinast í Innanríkisráðuneyti, sem Ögmundur sest í. og Félags og trygingamálaráðuneytið, sameinast  Heilbirgðisráðuneytinu í nýtt Velferðarráðuneyti, er Guðbjartur mun taka við.  Við þá breytingu, flyst Árni Páll Árnason, fyrrv. félagsmálamálaráðherra í sæti Efnahags og viðskiptaráðherra er losnar við brotthvarf Gylfa Magnússonar.

Áframhaldandi vera Árna Páls í ríkisstjórn og flutningur hans yfir í bankamálin, getur vart annað en veikt þá stjórn sem ætlað er að styrkja með þessum breytingum, sé litið yfir feril Árna Páls í Félagsmálaráðuneytinu.  Það væri að bera í bakkafullan lækinn að endursegja tilraunir Árna til að troða sínum mönnum í embætti Umboðsmanns skuldara og í embætti framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Mun síðuritari þó eflaust minnast á síðarnefnda embættið síðar.  Einnig má spyrja sig að því hvaða bógur Árni Páll, er í bankamálum?  Árni Páll hefur að eigin sögn í það minnsta verið í stöðugum viðræðum við bankana um leiðréttingu lána, undanfarið ár eða svo. Árangur þess brölts Árna mælist helst í aðgerðum, sem áttu að koma í "næstu viku" og á "næstu dögum", án þess þó að einhvers hafi verið vart, nema þó helst einhverjum smáplástrum á stórt blæðandi svöðusár skuldugra heimila, sem blæða enn sem fyrr.  Einnig er það ljóst að flutningur Árna úr Félagsmálaráðuneytinu, tekur frá honum þann kaleik, að skipa Yngva Örn Kristinsson í embætti framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Skipun sem að var í raun ákveðin fyrir löngu, en stuðningur stjórna ÍLS við annan umsækjenda, hefur tafið skipun Yngva í embættið.  Vera má að, ef Guðbjartur skipar Yngva Örn í embættið, að það öðlist "allt í einu" faglegan blæ, enda Guðbjartur með fortíð í Gamla Landsbankanum, líkt og Yngvi og ætti því að þekkja eitthvað til kauða.

 Ögmundur er svo fyrsti dómsmálaráðherrann síðan Óli Guðbjartsson gengdi því embætti skamma hríð, er Borgaraflokkurinn kom inn í síðustu ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar, fyrir ca. 20 árum, sem er ekki löglærður.  Svo er það hitt ráðuneytið sem Ögmundur tekur við, Samgönguráðuneytið.  Samgönguráðuneytið hefur hingað til verið eina ráðuneytið, sem að einhver raunverulegur gangur hefur verið í að skapa framkvæmdir og atvinnu. Ögmundur hefur nú ekki beint verið þekktur af framkvæmdagleði hingað til, öðru nær.  Ögmundi hefur verið meinilla við alla uppbyggingu, talað út í eitt um ekki neitt, en haft hendur hvað fastast í skauti og þvælt málum fram og aftur, með þeim árangri að ekkert gerist.  Spurning er svo hvort Ögmundur, reyni ekki á einn eða annan hátt að sporna gegn síðustu embættisfærslu Kristjáns í embætti, samgönguráðherra, "flugvallarverkefnið" , svona rétt til að minna Suðurnesjamenn á það að Vinstri grænir, ætla enn sem aldrei fyrr að sporna gegn allri mögulegri atvinnuuppbygginu á því svæði.

Stærstu tíðindin við endurkomu Ögmunds í ríkisstjórnina, hljóta samt að vera sú að hann segir Icesavedeiluna, vera komin í ásættanlegan farveg, hvað sem það nú þýðir.  Ekki er að sjá að einbeittur vilji þeirra í Bretavinnunni, að dengja ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga á þjóðina, hafi eitthvað breyst. Þannig að þá hlýtur breytingin að koma frá Bretum og Hollendingum.  Eða er svo?  Er þetta ekki eitt blaðrið sem úr munni Ögmunds rennur?  Er sannlekurinn ekki bara sá að "hugsjónakaffi" órólegu deildarinnar í Vinstri grænum hefur þynnst með degi hverjum og er orðið ekkert annað en exportblandað kaffisull og vart drekkandi?   Er hugsjónakaffið orðið það lapþunnt, að stóll fyrir Ömma frænda, nægi til að stinga snuði upp í svokallaða "órólegu deild" Vinstri grænna?


mbl.is Ósátt við ráðherravalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband