Leita í fréttum mbl.is

Leikþátturinn "Bónusfjölskyldan eignast aftur Haga".

Sett er í gang tregablandin atburðarrás, þar sem Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, skilur við það fyrirtæki er hann hefur stjórnað í tæplega tuttugu ár.  Þjóðinni hefur staðið til boða, tvenns konar útgáfur af Jóhannesi, þessi tuttugu ár.  Duglega manninum er barðist út úr engu, stofnaði Bónus og lækkaði matvöruverð svo um munaði hér á landi.  Auk þess að hann studdi jú margvíst málefnið...

Hin útgáfan af Jóhannesi, er var samferða þeirri fyrrnefndu megnið af þessum tuttugu árum, fór mikinn í félagi við son sinn, keypti upp fyrirtæki og skuldsetti þau upp í rjáfur, bæði hérlendis og erlendis. Fór svo að á endanum, að skuldir þeirra feðga eru eitthvað annað þúsund milljarða, eða álíka og tvöföld sú upphæð, er tjón það er jarðskjálfinn Haítí sl. vetur olli, er talið kosta.

 Það þarf nú samt enginn að óttast að áhrif Jóhannesar, hverfi svo auðveldlega úr Högum, enda tekur samstarfsmaður, þeirra Bónusfeðga, til nokkurra ára, Steinn Logi Björnsson við stjórnarformennsku í Högum. Varamenn í stjórn Haga eru svo Sigurjón Pálsson, mágur Ara Edwald forstjóra 365 miðla og Kristín dóttir Jóhannesar. Er það ljóst að tengsl Jóhannesar við Haga muni vera töluverð, áfram, hvort sem Kristín taki sæti hans í stjórn eða Sigurjón.

Eins og fyrri samningar Arion banka og Jóhannesar, kváðu á um þá hefði Jóhannes ekki getað eignast meira en 10% í Högum að loknu væntanlegu hlutafjárútboði, án einhverra "viðskiptaflækna" og vesens. Það hentar því Jóhannesi ekkert illa að komast frá þeim samningi, fá smá vasapening í eitt ár, millifæra milljarð af sparisjóðsbókinni í Tortola og kaupa nokkrar búðir fyrir, til að dunda sér við fram að hlutafjárútboði á Högum, sem að hann hyggst taka þátt í og ná aftur yfirtökum í Högum.

 Til þess að fjármagna þau kaup, sækir Jóhannes aftur aur í sparisjóðsbókina á Tortola, nema að elskuleg tengdadóttir hans, láni honum fyrir kaupunum, af fjölskylduauði sínum, sem geymdur er í Kanada.

 


mbl.is Sérstök tilfinning að kveðja Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er illa skrifað handrit, þar sem endirinn er öllum ljós fyrirfram.

Axel Jóhann Axelsson, 30.8.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Grát-grát-grát.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.8.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kaldhæðinn undir nóttina félagi Kristinn

Árni Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband