26.8.2010 | 23:19
Faglegu ráðningarferli, fórnað fyrir "dulbúna" pólitíska ráðningu.
Starf framkvæmdastjóra Íbúðalanasjóðs, var auglyst laust til umsóknar fyrir nokkrum mánuðum og átti nýr framkvæmdastjóri að taka við þann 1. júlí sl. Einhverjir tugir manna og kvenna sóttu um starfið og var Capacent falið að fara yfir umsóknir, ræða við umsækjendur og skila að því loknu hæfnismati til stjórnar Íbúðalánasjóðs.
Capacent lauk sinni vinnu og sendi að henni lokinni, það mat sitt, að Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÍLS og Yngvi Örn Kristinsson, væru hæfust í starfið.
Meirihluti stjórnar ÍLS ákvað svo á fundi snemmsumars að mæla með Ástu í starfið. Var það ekki sú niðurstaða sem Árni Páll Árnason, félags og tryggingarmálaráðherra, hafði vænst. Hafði Árni haft augastað á þessari stöðu fyrir Yngva Örn, enda Yngvi þjónað honum og Samfylkingunni "dyggilega". Yngvi var við hrun bankana framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans, en hefur í rúmt ár verið í ýmsum ráðgjafastörfum, bæði fyrir ráðuneyti Árna og forsætisráðuneyti.
Mun Árni hafa með "góðu" reynt að koma Yngva að, en ekki orðið ágengt við stjórn ÍLS, sem valið hafði Ástu H. til starfsins. Töfðust einnig áform Árna, í öllum látunum í kringum ráðningu Runólfs Ágústssonar í embætti Umboðsmanns skuldara.
Í dag, tæpum tveimur mánuðum eftir að nýr framkvæmdastjóri, ætti að vera tekinn við, ef fylgt hefði verið eftir því faglega ráðningarferli, er lagt var upp með, gefst Árni upp við að telja stjórnina á að mæla með Yngva í starfið og "þvingar" í gegn í stjórninni stofnun nefndar sem að hann velur sjálfur fulltrúa í.
Ráðherra ákveður þarna að hundsa faglegt ráðningarferli, sem átti að vera í anda nýrra vinnubragða "hinnar norrænu velferðarstjórnar" til þess eins að geta úthlutað bitlingi úr hendi sinni, til vildarvinar. Slíkum vinnubrögðum hlýtur að verða mótmælt af þingheimi er Alþingi kemur saman þann 2. sept nk.
Árni Páll Árnason, félags og tryggingamálaráðherra, hefur í það minnsta sýnt í sumar að hann er engan vegin starfi sínu vaxinn, frekar en flestir þeirra er sitja í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Ásta dregur umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einmitt mergurinn málsins, Árni Páll félagsmálaráðherra er engan veginn starfi sínu vaxinn enda hefði hann aldrei fengið ráðherrastól ef sú ákvörðun hefði átt að fara eftir faglegu ráðningarferli "hinnar norrænu velferðarstjórnar". Hins vegar bíður þjóðin nú eftir því hvaða bitling hann finnur handa Runólfi.
corvus corax, 27.8.2010 kl. 08:03
Góður pistill hjá þér Kristinn Karl. Það hefur nákvæmlega ekkert breyst í þessu þjóðfélagi þegar kemur að pólitískum einkavinaráðningum s.s. sjá má á frétt mbl.is sem þú bloggar um.
Snorri Magnússon, 27.8.2010 kl. 08:29
Það er skandall í uppsiglingu. Landsbankamaðurinn og vinur Árna Páls verður búinn að taka við ÍLS von bráðar. Það verður gleymt viku seinna þegar næsti skandall gerist. Runólfur verður svo ráðinn inn sem ráðgjafi í framhaldinu :)
Agnar Bragi, 27.8.2010 kl. 12:42
Já Kalli hversu oft höfum við ekki farið yfir þetta í bloggi og léttu spjalli. Það hefur ekkert breyst og mun ekkert breytast. Fjórflokkurinn er búinn að vera að nauðga þjóðinni svo árum skiptir og heldur því áfram. Það er kominn tími á utankomandi íhlutun í þessi mál og svo byltingu. Þú hneykslast kannski á þessi, eins og reyndar ég og fleiri, og þú bendir á að Árni Páll sé óhæfur - sem hann sennilegast er - en svo er nóg að horfa í kringum sig í hinum og þessum bæjarfélögum og þar eru sömu vinnubrögð og þarna er verið að viðhafa. Vissulega er á sumum stöðum verið að reyna að breyta en þeir staðir eru fáir og jafnvel langt á milli þeirra. Þetta er orðið óþolandi.
Gísli Foster Hjartarson, 27.8.2010 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.