24.8.2010 | 19:08
Ráðherrakaplar "litlu" netmiðlana.
Netmiðlanir pressan.is og eyjan.is, hafa undanfarnar vikur birt hugleiðingar sínar, eða viðmælenda sinna á hrókeringum og/eða brottreksrum úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hafa þær "fabúleringar" birst á svokölluðum "slúðursíðum" þessara miðla. Á pressan.is heitir síðan "Kaffistofan", en á eyjan.is heitir síðan því frumlega nafni "Orðið á götunni".
Flestar hafa þessar "fabúleringar" verið um brotthvarf Gylfa Magnússonar og Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni og svo um hugsanlega endurkomu Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn.
Hafa þessar "fabúleringar" verið á margan hátt og eru tvær þeirra, ein um hvorn ráðherrann, einhvern veginn á þennan veg. Varðandi Jón Bjarnason er talað um að hann víki, til þess að rýma fyrir Ögmundi í þeim tilgangi að troða einhverju upp í Órólegu Deildina í Vg. Hægt er að segja án þess að taka mjög djúpt í árinni, að sú hrókering, yrði besta falli "hlægileg" en samt alveg á pari við "vitleysisganginn í farsauppfærslum Skjaldborgarleikflokksins. Af nýjustu fréttum að dæma, þá yrði "brottrekstrarsök" Jóns sú sama og Ögmunds var fyrir tæpu ári síðan, þ.e. að tala ekki sama máli og ríkisstjórnin í fjölmiðlum. Sú hrókering, yrði því vart til að styrkja stjórnina, heldur öðru nær. Nema auðvitað að Ögmundur hafi snúið baki sínum skoðunum. Þetta yrði þá svona álíka og "frasi" sem eignaður er Bo: " Nyr jakki, sama rödd.
Hvað Gylfa Magnússon varðar, þá hafa þessir netmiðlar haft það eftir ónefndum þingmönnum Samfylkingar að Gylfi mæti ekki til þings, er það kemur saman að nýju 2. september, heldur verði þá búið að láta hann fara, vegna "frammistöðu" sinnar vegna lögfræðiálitana um gengistryggðu lánin. Í stað Gylfa hafa ýmsir þingmenn stjórnarflokkana verið nefndir á þessum netmiðlum. Nýjasta "kenningin" er þó sú að Gylfi víki og Álfheiður Ingadóttir, setjist sæti hans. Það yrði þá hluti af þeirri fléttu að Félagsmála og Heilbrigðisráðuneyti yrðu sameinuð í eitt Velferðarráðuneyti og tæki þá Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra við því ráðuneyti. Skipun Álfheiðar í embætti efnahags og viðskiptaráðherra, yrði líka afar undarleg, skoðuð í því ljósi að maki Álfheiðar, Sigurmar K. Albertsson, lögmaður er lögmaður Lýsingar í þeim málarekstri sem í gangi er vegna gengislánana.
Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.