24.8.2010 | 10:47
Tvær lausnir í boði.
Í Icesavedeilunni, eru tvær lausnir boði, eins og reyndar nær alltaf í öllum deilumálum, hvort sem þau séu manna á milli eða þá þjóða á milli.
Þessar tvær lausnir, eru "pólitísk lausn", sem miðast við það að leysa málið í anda þeirrar pólitíkur, sem rekin er hverju sinni. Núverandi stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma þjóðinni inní ESB. Þess vegna samþykkja stjórnvöld,ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga í deilunni, möglunarlaust, því það er sett sem skilyrði fyrir inngöngu í ESB að ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga verði greiddar. Hins vegar hafnaði þjóðin þessari "pólitísku lausn" stjórnvalda, þann 6. mars sl. í þjóðaratkvæðagreiðslu, með 93% greiddra atkvæða.
Hin lausnin er svo "lagaleg lausn", sem felur í sér að málið verði leyst á grundvelli þeirra laga er samþykkt hafa verið og voru í gildi er þessir Icesavereikningar hófu göngu sína. Í þeim lögum stendur skýrum stöfum að ekki megi vera ríkisábyrgð á tryggingarsjóðum innistæðueigenda. Það er því með öðrum orðum, lögbrot að tengja ríkisábyrgð uppgjöri úr tryggingarsjóði sem þessum. Í tilskipuninni er farið er eftir, er einnig tekið fram að tryggingarsjóðnum beri að greiða allt að 20.000 evrum, en ekki að tryggingasjóðurinn verði að ábyrgjast að lágmarki 20.000 evrur pr. innistæðureikning.
Í röksemdafærslu ESA fyrir greiðsluskyldu Íslendinga, er réttilega bent á að ríkisábyrgð megi ekki vera á tryggingarsjóði innistæðueigenda. En rök ESA fyrir greiðsluskyldu eru þau að Íslendingar hafi ekki tekið umrædda tilskipun rétt upp, fyrir rúmlega áratug. Tilskipun þessi hefur fengið að vera í gildi öll þessi ár fyrir augum ESA og annarra, án nokkurra athugasemda. Það er því alveg ljóst að, hafi tilskipun þessi verið tekin upp á rangan hátt, þá er það handvömm ESA, ef að athugasemdir, vegna hennar berast ekki fyrr en nú. Þykja síðuritara það afar hæpin rök, þó ekki sé dýpra í árinni tekið, að íslensku þjóðinni beri að greiða skaðabætur, vegna handvammar ESA. ESA samþykkt þessa tilskipun, er hún var tekin hér upp á sínum, tíma og hafi það verið mistök ESA að gera það, þá er það þeirra að bæta skaðann, en ekki Íslendinga.
Önnur rök, sem nefnd hafa verið greiðsluskyldu Íslendinga til stuðnings, er brot á jafnræðisreglu. Eru deildar meiningar, hvort það lagaákvæði standi í ljósi þess að Neyðarlögin voru sett af nauðsyn og er þar vísað til einhvers sem kallast "neyðarréttar" þjóðar til þess að grípa til viðeigandi ráðstafana, ef að vá stendur fyrir dyrum.
Í málarekstri vegna brots á jafnræðisreglu, hlýtur þá að koma fram rök Breta fyrir því að þeir sjálfir, brutu þessa reglu á einum Breskum banka. Banki sá er Kaupþing rak í Bretlandi, var samkvæmt lögum þar og í ESB Breskur banki og hefði því átt að fá sömu aðstoð og aðrir Breskir bankar fengu í lausafjárkreppunni, haustið 2008. Í stað þess að aðstoða bankann, var honum hins vegar mismunað og hann keyrður í þrot. Í þeim málarekstri kæmu þá eflaust rök Breta fyrir því að hafa ekki greitt íbúum á Ermasundseyjana innistæður sínar, er þeir töpuðu í Breskum bönkum er starfræktir voru á eyjunum, en fóru á hausinn. Einnig þyrftu Bretar í slíkum málarekstri að færa sannfærandi lagaleg rök fyrir setningu hryðjuverkalagana á Íslendinga. Er síðuritari ekkert of viss um að Bretum sé það neitt yfirmóta ljúft að upplýsa "heiminn" um lagalegar ástæður, ofangreindra gjörninga sinna, þar sem slíkar ástæður finnast vart.
Íslensk stjórnvöld setja "póltíska hagsmuni" sína hins vegar ofar "lagalegum hagsmunum" þjóðar sinnar og halda henni þar með í "pólitískri gíslingu", vegna pólitískrar þráhyggju sinnar.
Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.