Núna þegar Samfylkingin hefur verið í ríkisstjórn á fjórða ár, er athyglisvert að skoða það, að í nær öllum tilfellum, hefur Samfylkingin skellt skuldinni á "einhverja aðra" í hverri þeirri "bommertu" sem flokkurinn hefur átt aðild að.
Hér koma nokkur dæmi, valin af "handahófi", af þeim "bommertum" sem hægt er að skrifa nafn Samfylkingarinnar við.
Í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, vegna bankahrunsins, var haldinn flokksstjórarfundur Samfylkingarinnar. Þar afneitaði núverandi formaður flokksins Jóhanna Sigurðardóttir, veru flokksins í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, nema þá í "holdi". Flokkurinn hafi verið "andsetinn" af Tony Blair" og af þeim sökum ekki verið "sjálfrátt", enda flokkurinn haldinn svokölluðum "Blairisma".
Í pukrinu varðandi launamál Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, varð flokkurinn "fórnarlamb" Mogga Davíðs. Var óþæginlegur fréttaflutningur Morgunblaðsins um tillögu Láru V. Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingar í bankaráði Seðlabankans, þess efnis að Már fengi þau laun er hann á að hafa samið um við forsætisráðherra eða fulltrúa Forsætisráðuneytis, flutta að "áeggjan" forsætisráðherra, rakinn til meints "hefndarþorsta", ritstjóra Morgunblaðsins í garð forsætisráðherra. Þótti það einu gilda, þó svo að blaðið hafi bara flutt fréttir af fundi bankaráðs Seðlabankans, þar sem ofangreind tillaga var borin upp af Láru, með þeim forsendum sem nefndar voru, þ.e. loforði úr Forsætisráðuneytinu.
Hremmingar flokksins í ríkisstjórn, vegna Magmamálsins, eru fyrst og fremst, skrifaðar á "ómöguleg" lög fyrri ríkisstjórna og sölu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á 15% hlut ríkisins í HS-Orku, til Geysir Green Energy. Hremmingar flokksins og ríkisstjórnarinnar, höfðu hins vegar með það að gera, að Samfylkingin, hafnaði tillögu samstarfsflokksins í ríkisstjórn, Vg um að breytingar á þessum "ómögulegu" lögum, er nefnd eru hér að ofan.
Hremmingar Gylfa Magnússonar og rikisstjórnarinnar vegna lögfræðiálita, vegna gengistryggðra lána, eru taldar eiga upphaf sitt í óskyrri fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og í því að Seðlabankinn sendi ekki þessi lögfræðiálit, einnig í Forsætisráðuneytið, þrátt fyrir að hefðin til margra áratuga, hafi verið sú að álit úr Seðlabanka, hafi eingöngu verið send, viðkomandi "fagráðuneyti", sem að síðan hafi greint öðrum ráðherrum og þeim aðilum í stjórnsýslunni, sem málið kann að varða. Í þessum "hremmingum", virðist það minnstu skipta að eflaust flestir þeir sem heyrðu fyrirspurn Ragnheiðar, skildu innihald hennar og þau hugtök, sem notuð voru í fyrirspurninni, að háskólaprófessornum Gylfa Magnússyni, efnahags og viðskiptaráðherra undanskildum. Hremmingarnar höfðu líka ekkert með það að gera, að þrátt fyrir þessi lögfræðiálit, þá virðist ríkisstjórnin, hafa "veðjað" á lögmæti gengistryggra lána í samningum sínum við kröfuhafa bankana. Auk þess sem ríkisstjórnin lét hjá líða að grípa til viðeigandi aðgerða, vegna þúsunda fjölskyldna sem eru að sligast undan óngarþungri greiðslubyrði þessarar ólögmætu gengistryggingu.
Af þessari upptalningu, má sjá að Samfylkingin hefur, hingað til í það minnsta, frekar skilgreint sig sem "fórnarlamb" í ríkisstjórnarþátttöku sinni síðastiðin þrjú ár, frekar en samstarfsflokkur í rikisstjórn Geirs Haarde, eða forystuflokkur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það eykur vart líkurnar á því að þjóðin muni nokkurn tíman ná aftur vopnum sínum, með vanmáttugt fórnarlamb við stýrið, í stað flokks sem axlar ábyrgð og grípur til viðeigandi ráðstafana við hverja raun, í stað þess að lippast stöðugt niður, í hlutverki hins vanmáttuga fórnarlambs, við hvern þann mótbyr er á landið og þegna þess blæs.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margur upplifir sig alltaf sem fórnarlamb. Samfylkingin er gott dæmi um þetta.
Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.