Leita í fréttum mbl.is

Frekari niðurskurður hjá ríki, bitnar að öllu óbreyttu á fyrirtækjunum í landinu.

Sá niðurskurður sem hingað til hefur orðið á ríkisrekstrinum, hefur verið niðurskurður á þeim þáttum, sem sparað hefur mátt í, í rekstri ríkisstofnana, án þess að fækka starfsfólki.  Landsspítalinn hefur t.d. að stórum hluta náð sínum sparnaði, með ódýrari innkaupum, af birgjum og betri nýtingu þeirra hluta sem að keyptir eru.  Slíkur niðurskurður, er víðast hvar í ríkisrekstrinum komið að þolmörkum og frekari niðurskurður vart mögulegur, nema með fjöldauppsögnum á starfsfólki.  Enda er launakostnaður einn sá stærsti, ef ekki stærsti kostnaðarhlutinn í ríkisrekstrinum.

Þær skattaálögur og  aðgerðadoði stjórnvalda, hafa haldið, eftirspurn eftir vinnuafli í landinu í algjöru lágmarki og í raun viðhaldið því atvinnuleysi, sem hér hefur verið frá hruni.  Nýleg fækkun atvinnulausra, er að mestu að þakka einhvers konar "atvinnuátökum", sem að fæst hver skapa einhver verðmæti og eru nær öll tímabundin.  Þannig að það má vera nokkuð ljóst að atvinnuleysi, fer vaxandi aftur, þegar líða fer á haustið og veturinn, að öllu óbreyttu.

 Það er því ljóst að frekari niðurskurður hjá ríki mun auka álögur á fyrirtækin í landinu, þar sem að sá niðurskurður mun leiða til aukins atvinnuleysis, sem að mun svo í kjölfarið leiða til hækkunnar tryggingargjalds, sem fyrirtækin í landinu greiða, til að standa straum af kostnaði við Atvinnuleysistryggingarsjóð.  

 Lítil og millistór fyrirtæki í landinu eru á bilinu 20 - 30 þúsund.  Það er því alveg ljóst að, ef að aðgerðir stjórnvalda, beindust að því að minnka álögur á þau fyrirtæki, á þann hátt, að hvert lítið eða meðalstórt fyrirtæki í landinu, gæti ráðið til sín, að meðaltali einn til tvo nýja starfsmenn, þá yki það gríðarlega eftirspurn eftir vinnuafli, eyddi að mestu út lista atvinnulausra og til yrðu störf fyrir þá ríkisstarfsmenn, sem þyrftu að hverfa frá sínum störfum frá ríkinu.

Aukin eftirspurn eftir vinnuafli myndi einnig stöðva að mestu fjáraustur úr Atvinnuleysistryggingarsjóði, auk þess sem að skatttekjur ríkissjóð myndu stórhækka, þar sem vinnandi fólk greiðir alla jafna hærri upphæð í tekjuskatt og neysluskatta, en fólk á atvinnuleysisbótum, enda vinnandi fólk oftast nær með mun hærri tekjur og meira ráðstöfunnarfé en atvinnulausir.  Einnig myndi öflugt og vaxandi atvinnulíf leiða til stofnunnar nýrra fyrirtækja og nýrra starfa, hjá þeim fyrirtækjum.

 Staða sveitarfélagana mun einnig stórbatna, enda munu útsvarsgreiðslur til þeirra hækka og þörfin á aðstoð til bágstaddra íbúa sveitarfélagana minnka, þar sem stór hluti þeirra sem þeirrar aðstoðar nýtur í dag, mun geta framfleytt sér með atvinnutekjum sínum, en verður ekki upp á framfærslustyrk síns sveitarfélags kominn.

 


mbl.is Auðveld leið að einblína á hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband