Leita í fréttum mbl.is

Heimkoma Gylfa og ótrúverðugur aðallögfræðingur Seðlabanka.

Gylfa Magmússyni, fannst það eflaust hin mesta fiira, að fresta áðurplönuðu fríi sínu, til þramms um Hornstrandir, þó að honum væri sótt, fyrir embættisglop.  Líklega hefur hann arkað af stað, í þeirri von, að einhver annar í ríkisstjórninni, klúðraði einhverju öðru á meðan hann væri í burtu og hans axarsköft, yrðu þar með gleymd.

 Ekki varð Gylfa að þeirri "ósk" sinni, heldur þurfti hann, er hann kom til byggða, að hringja í "verkstjórann" og "ræða málin".  Hvort ekki væri nú hægt að láta "léttadreng" verkstjórans, hripa nokkur orð á blað, sem vörpuðu nýju ljósi á málið. Helst þannig að skúringakonunni væri kennt um að hafa, óvart  hent álitinu, þar sem það lá á borði Gylfa í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu og Gylfi því aldrei séð það.

 Sé hins vegar litið til þeirra verkefna, sem voru á borðum stjórnvalda, þegar aðallögfræðingur Seðlabankans, lét gera fyrir sig þessi lögfræðiálit. Verður varla sagt, að saga lögfræðingsins um tilurð, þessa lögfræðiálits, sé trúverðug.  

Á þeim tíma sem að aðallögfræðingur Seðlabankans, segist hafa fengið "hland fyrir hjartað" og pantað lögfræðiálit, við það að fylgjast með lögfræðingnum, Birni Þorra, lýsa því yfir í Kastljósþætti, að sterkar líkur bentu til ólögmætis gengislánana, voru stjórnvöld að semja um færslu lánasafna föllnu bankana, yfir í nýju bankana, við kröfuhafa bankana.

 Að þeim samningum komu, Efnahags og viðskiptaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, auk Seðlabankans og FME.  Einnig má fastlega reikna með því að gangur viðræðnana hafi verið ræddur við ríkisstjórnarborðið, eða í það minnsta, formenn stjórnarflokkana rætt um ganginn.

 Í ljósi þeirrar umræðu sem þá þegar hafði verið í þjóðfélaginu um gengistryggðu lánin, má telja víst að kröfuhafarnir og/eða fulltrúar þeirra, hafi vitað af "efanum" varðandi lánin og gert athugasemdir, vegna efans.  Hafi við slíkar aðstæður, ekki hvarflað að lögfræðingi SÍ eða öðrum þeim lögfræðingi á vegum stjórnvalda, að verða sér út um lögfræðiálit, vegna lánana, án þess að fá "hugljómun" yfir Kastljósþætti, þá er það alveg ljóst að vanhæfnin hefur læst rótum sínum í Stjórnarráði  Íslands og  undirstofnunum þess.


mbl.is Gylfi og Jóhanna töluðu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband