Leita í fréttum mbl.is

Umræða um umræðuna.

Líklegast er fátt betur til þess fallið, til þess að þjóðin sættist við sjálfa sig í kjölfar efnahagshrunsins og fylgifiska þess, að þjóðinni öðlist þroski og vilji til þess að ræða "málin", í stað þess að stunda aftökur í opinberri umræðu.

Flest þau málefni sem að mannskepnan fæst við dags daglega, hafa þann "kost" að þau eru ekki óumdeilanleg, heldur skiptast menn í fylkingar, vegna skoðanna sinna á þeim.  Sú staðreynd ætti að vera  mönnum hvatning, til þess að gera það sem í þeirra valdi stendur, til þess að "sín hlið", eða skoðun á málunum, fái umræðu.  Hafa kost á því, að færa sín rök, ásamt því að hlusta á rök annara, varðandi málefnið. Slík umræða sýnir þroska og er ef að eitthvað er, ávísun á frekari þroska, þeirra sem slíka umræðu stunda.

Heilbrigð rök manna í málefnalegri umræðu, snúast um málefnin sjálf, lífsviðhorf þess er þau setur fram og  þekkingu hans á málefninu.  Slík rök eru jafnan laus við upphrópanir, um andlega heilsu þeirra er málefninu tengjast, eða eitthvað í þá veruna.  

 Óheilbrigð rök manna í málefnalegri umræðu, eiga sjaldnast eitthvað skylt við rök eða málefnalega röksemdafærslu og fjalla sjaldnast um málefni það, er til umræðu er. Slík rök eða rökleysa, snúast fyrst og fremst um að níða náungann niður í skítinn, fyrir þá einu sök, að hafa aðra sýn og skoðun á því málefni, er rætt er um.  Röksemdafærslur manna litaðar af níð til manna, án málefnalegra raka, lýsa fyrst fremst rökþroti viðkomandi og málefnalegri fátækt og gera málstað þess, er slíkt stundar einskis verðan. 

Með hvoru liðinu, vilt þú spila? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband