Leita í fréttum mbl.is

Líklegast auglýst aftur í stöðuna?

Telja má það allt eins líklegt að "pantað" verði það stjórnsýluálit, er kveður á um að auglýsa skuli aftur í stöðu umboðsmanns skuldara.  Sé það ekki gert, verður vart gengið fram hjá Ástu Sigrúnu, þar sem að hún, auk Runólfs voru einu umsækjendur um stöðuna, er taldir voru hæfir, til að gegna henni.

Eitt af síðustu hálmstráum Félagsmálaráðuneytisins, til réttlætingar á ráðningu Runólfs, var "lekinn" sem greint var frá á Ejunni, sl. mánudag.  Þar var Ráðgjafastofu um fjármál heimilana, þeirri stofnun er Ásta Sigrún, veitti forstöðu og umboðsmanni skuldara er ætlað að taka við af, lýst sem hægfara og nánast "gagnslausu apparati", við lausn á skuldavanda heimilana í landinu.   Í "lekanum" var hins vegar látið hjá líða, að greina frá því að Ásta Sigrún og hennar fólk á Ráðgjafastofunni, voru löngum í "fjársvelti" og mannekla var viðverandi ástand, hjá stofnuninni.  Auk þess sem Ráðgjafastofan, hafði nærri því ekki eins sterkar lagaheimildir, til athafna og umboðsmaður skuldara hefur.   Það fékk líka heldur ekki að "leka út" að ráðherra fra Samfylkingu hefur setið í Félagsmálaráðuneytinu síðan vorið 2007 og í raun þá borið ábyrgð á þessum "vonlausa" yfirmanni allar götur síðan.

 Það er því allt eins líklegt að staðan verði auglýst að nýju og jafnvel því "gaukað" að einhverjum sem er ráðherra að "skapi" að sækja um, svo menn sitji ekki uppi með Ástu, eftir "fyrirhöfnina við að auglýsa aftur í stöðuna.  Hins vegar eru þá einnig líkur á því að fortíð þess er "gaukað verður að", verður eflaust "rannsökuð", svo ekki komi til frekari óþæginda, þó aftur verði gengið framhjá Ástu Sigrúnu.

 Hvað það verður, veit nú enginn.  Þó svo að vegir "spunasveitar stjórnarliða" séu órannsakanlegir og oftast nær "torskildir, þá er nú oftar en ekki, með lítilli fyrirhöfn, hægt að sjá í gegnum "spunana".

 


mbl.is „Það eina rétta í stöðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband