Leita í fréttum mbl.is

Hvað vita Gylfi og Már, sem Moody´s veit ekki?

Núna hafa bæði Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mótmælt nýju mati Moody´s á lánshæfi íslenska ríkisins.

Ekki ætlar síðuritari að fara í einhverjar "kúnstir" með að gera lítið úr, eða upphefja þetta mat Moody´s. Heldur mun síðuritari, hér að neðan, leggja nokkur orð inn í umræðuna.

 Sagt er að lækkað lánshæfismat, sé fyrst og fremst vegna dóms Hæstaréttar, vegna gengistryggðu lánana.   Þegar sá dómur var kveðinn upp þá var strax dregin upp dökk mynd af áföllum Ríkissjóðs, vegna dómsins.  Voru tölur allt að 350 milljarðar nefndar í því efni.  Þar af 100 milljarðar vegna Landsbankans. 

Nýfallinn dómur Héraðsdóms, þar sem samningsvextir gengistryggðra lána voru, dæmdir ógildir og úrskurðað að vextir Seðlabankans skildu gilda í staðinn.   Staðfesti Hæstiréttur þann dóm, mun hins vegar skellurinn lækka niður 100-130 milljarða, samkvæmt mati Fjármálaeftirlitsins.  Snúi hins vegar Hæstiréttur, dómi Héraðsdóms mun áðurnefnd upphæð 350 milljarðar falla á ríkissjóð.  

Fyrir rúmu ári þegar samningaviðræðum við kröfuhafa föllnu bankana lauk, um færslu lánasafna föllnu bankana yfir í ný einkavædda banka kröfuhafana, þá var glæsileiki þeirrar niðurstöðu, fyrst og fremst vegsamaður með því, að þessi einkavæðing, hefði kostað 250 milljörðum minna, en upphaflega var gert ráð fyrir.  

 Í ljósi þess að þessi upphæð muni ganga til baka, verði dómi Héraðsdóms um vextina, snúið í Hæstarétti. Bendir til þess að, þrátt fyrir háværar raddir um ólögmæti gengistryggðu lánana, hafi stjórnvöld, látið þær raddir, sem vind um eyru þjóta.  Stjórnvöld hafa þá með öðrum orðum, lofað kröfuhöfunum því að, annað hvort myndi íslenska ríkið, bera kostnaðinn af því yrðu gengislánin, dæmd ólögleg, eða þá með nýrri lagasetningu grípa inn í ferlið og draga þannig úr skaðanum sem skapaðist við ólögmæti lánana. Hvaða áhrif sem slík lagasetning, myndi svo hafa á margmisnotað langlundargeð, gagnvart stjórnvöldum.

 Er mat Moody´s, því ekki einfaldlega byggt á því að fyrirtækið, veit ekki af B-plani ríkisstjórnarinnar, fari allt hér á versta veg, vegna gengislánana?

 


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband