Leita í fréttum mbl.is

MUNIÐ FLOKKSSKÍRTEININ.

Óopinberi rökstuðningurinn fyrir ráðningu Runólfs gæti hljómað eitthvað á þessa leið:

Á þeim tíma sem að Ásta Sigrún Helgadóttir, var að hefja störf sem forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilana, eftir að hafa starfað við fjölskyldu deild Félagsþjónustunnar í Reykjavík ásamt störfum fyrir Félagsmálaráðuneytið,  og þar með að sækja sér þá reynslu sem að maður skildi ætla að óskað væri, ásamt viðeigandi menntunar, fyrir Umboðsmann skuldara, var Runólfur  Ágústsson rektor Háskólans á Bifröst.  Háskólans sem honum tókst næstum því að gera gjaldþrota, er hann hrökklaðist frá embætti rektors, vegna spillingarmála, þar sem fjármunir komu við sögu.  Í krafti rektorsembættis síns, gat hann hins vegar, stofnað að því sagt er, "óþarfa" deildarforsetastöðu, til þess að rýma til í þinglið Samfylkingarinnar og hleypa þar með "vonarstjörnu" flokksins inn á Alþingi.

Í undanfara þingkosninga árið 2003, datt Samfylkingunni, það snilldarbragð, að bjóða fram forsætisráðherraefni, til höfðus Davíðs Oddssyni, sem að þá hafði verið forsætisráðherra í 12 ár. Var af því tilefni, náð í  Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,  úr stól Borgarstjóra og hún dubbuð upp í verkefnið.  Svo mikil var sigurvissa Samfylkingarinnar, vegna forsætisráðherraefnisins, að því var komið í "baráttusæti" annars framboðslistans í Reykjavík.  Kjósendum í Reykjavík, fannst hins vegar, hugmyndin með forsætisráðherraefnið, fráleitt eins og góð og Samfylkingunni fannst.  Náði Ingibjörg ekki kjöri, sem þingmaður og endaði sem varaþingmaður.

Voru þá góð ráð dýr í Samfylkingunni.  Hvernig í veröldinni gat flokkurinn komið "vonarstjörnu" sinni á þing?  Ætla má að ný tilkomin deildarforsetastaða í skóla Runólfs, hafi komið sem himnasending til Samfylkingarinnar, því að þangað var þá hægt að koma, Bryndísi Hlöðversdóttur sem hlotið hafði kosningu til Alþingis og leyst þannig, vandann með "vonarstjörnuna"

 Runólfur hafði einnig getið sér góðs orðs hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, með setu á lista Þjóðvaka Jóhönnu, er hún stofnaði fyrir þingkosningar 1995, í fýlukasti eftir ósigur í uppgjöri innan Alþýðuflokksins, við Jón Baldvin.  Auk starfa sinna fyrir Keili skólasamfélagið á Keflavíkurflugvelli, hafði Runólfur svo afrekað það að selja á "réttum" tíma fyrir hrun eignarhaldsfélag sitt, sem á hvíldi 500 milljóna kúlulánaskuld, við Sparisjóð Keflavíkur.

Af þessari upptalningu má sjá, að hæfni fólks og bakgrunnur til starfa er ráðherrar Samfylkingarinnar, hefur ekkert að segja, sé fólk ekki með "rétta" flokksskírteinið í vasanum.  ( Ekki það að það sé einhver breyting, frá því sem áður var. En þetta er ekki í anda þess nýja Íslands, sem Samfylkingin boðaði í undanfara kosninga 2009.)

 Tilmæli síðuritara, til þeirra sem hyggjast sækja um störf hjá hinni "óspilltu" Norrænu velferðarstjórn, er einföld:  "Munið flokksskírteinin."


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ljótt er að heyra, en það sem verra er, er að allir flokkarnir eru seldir undir þessa sömu sök. Allar ráðningar, flestar að minnsta kosti, eins langt aftur í tímann og ég man, hafa lotið þessu óþolandi "flokksskírteinis" lögmáli.

Jón Steinar og Ólafur Börkur?

Þetta er auðvitað óþolandi, en mun seint breytast.

Björn Birgisson, 29.7.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband