Leita í fréttum mbl.is

Umræður um Magma-málið, næstu skref og gengin skref í Kastljósi kvöldsins.

Í þessum fyrsta Kastljós þætti, eftir sumarfrí, kom ekki á óvart að "Magma-málið" var þar á dagskrá.

 Það kom líka ekki á óvart, að bæði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna og Mörður Árnason, gerðu meira úr viðskiptum sem orðin voru staðreynd, áður en flokkar þeirra, komu að þeirri ríkisstjórn, er nú er við völd.  

 Með þeim, Katrínu og Merði, sat svo Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum. Vera Ólafar í þættinum, var að mínu mati "óþörf", enda Sjálfstæðisflokkurinn, ekki við völd, þegar stærstu ákvarðanir gagnvart Magma, hafa verið teknar, þær ákvarðanir sem verulega skipta máli.

 Þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum, þá hafði ríkið árið 2007, selt GGE 15% hlut sinn í HS-Orku og Magma keypt þann hlut, ef ég man þetta rétt.  

Síðan seldi OR, þriðjungshlut sinn í HS-Orku til Magma. Þá var eignarhlutur Magma í HS-Orku kominn í tæp 46%. Á þeim tíma var einnig hlutur GGE í HS-Orku kominn í 52%.  

 Þegar Magma átti orðið 46% hlut í HS-Orku og ljóst varð að fyrirtækið ætlaði sér einnig 52% hlut GGE í HS-Orku, var Vinstri grænum nóg boðið, eða hluta þingflokksins og var boðað til neyðarfundar í þingflokknum.  Á þeim fundi var ályktað gegn þessum áformum Magma og formanni flokksins, falið að stuðla að því í ríkisstjórninni, að sett yrðu lög til þess að koma í veg fyrir það að Magma, eignaðist HS-Orku alla. Um þá "atburðarás" hefur Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vg, vitnað um í viðtali við fréttamann RÚV.  Þar sagði Árni, í stuttu máli, að formaður flokksins hefði tekið málið upp í ríkisstjórn, en ekki fengið nægar undirtektir samstarfsflokksins, Samfylkingar, til þess að farið yrði í lagasetningar þær er þurft hefðu til þess að stöðva kaup Magma á þessum 52% hlut GGE í HS-Orku.  Undir þennan vitnisburð Árna,  hafa svo fleiri þingmenn Vg, eins og Lilja Mósesdóttir tekið undir.

 Það sem feitletrað er hér að ofan, er í rauninni, það sem helst skiptir máli. Það er að tryggja það með einhverjum ráðum að Magma eignaðist ekki meirihluta í HS-Orku.  Það fannst einnig þingflokki VG sl. sumar.  Annars hefði formanni flokksins varla verið falið það verkefni, á vettvangi ríkisstjórnar, að koma í veg fyrir áform Magma. Möguleikarnir utan lagasetningar, voru kaup ríkisins á þessum hlutum, en í ljósi þess að Ríkissjóður er tómur, þá kom sú leið aldrei til greina og því bara lagabreytingarleiðin eftir.

 Frammistaða þeirra þriggja í Kastljósi kvöldsins, var svo sem bara á pari við það sem við var að búast.  En í ljósi þess hverjir eiga RÚV (þjóðin), þá hlýtur falleinkunn vera það eina sem fellur í skaut, þess kastljóssstarfsmanns, er var í hlutverki spyrils í kvöld.  Spyrillinn (Helgi Seljan), lét hjá líða að spyrja þeirra spurninga, sem í rauninni skipta máli í dag.  Þar á ég við spurningar, eins og:  Var málið rætt í ríkisstjórn með þeim hætti, sem lýst er hér að ofan, sl. sumar eða haust? Ef svo var gert, hver var ástæða þess að ekki var aðhafst frekar?  Afhverju fylgdu ráðherrar VG, málinu ekki harðar eftir í ríkisstjórn?  Ef ekki var hægt þá að setja lög eða breyta lögum um erlent eignarhald orkufyrirtækja, hver var þá ástæðan fyrir því?


mbl.is Rannsókn á einkavæðingu hugsanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband