Leita í fréttum mbl.is

En voru "nöfnin" Verne-Holding og Björgólfur Thor í stjórnarsáttmálanum?

Í Eyjubloggi sínu, gerir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, lítið úr því sem hann kallar upphrópanir og upphlaup, þeirra þingmanna Vg, er segjast ekki styðja ríkisstjórnina áfram, verði Magma-málið, látið hafa "sinn gang", þ.e ekkert aðhafst í því.

 Mörður lítur svo á að þetta séu bara "stöðluð" viðbrögð röðum Vinstri grænna, sem ekki ber að taka alvarlega.  Þessar raddir þagni með tímanu.

 Mörður "klikkir svo út", með því að segja að "nafnið" Magma sé ekki í stjórnarsáttmálanum og því sé þetta bara bull og vitleysa í þingmönnum Vg.

 Síðuritari man nú ekki til þess að "nöfnin" Verne-Holding og Björgólfur Thor, hafi heldur sloppið inn í stjórnarsáttmálann.  Síðuritara, er samt í fersku minni, það að Samfylkingin, kom í gegnum þingið sl. vetur "sérlögum" í þágu Verne-Holding, vegna gagnaversins í Reykjanesbæ.  Sérlögin voru sett, vegna þess að Fjármálaráðuneytið, hafði tekið sér full langan tíma, að mati Samfylkingarinnar,  til þess að "stúdera" lög um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga.   Var því þessum "sérlögum", sem sagt er að séu samhljóma þeim "ívilnanalögum" þvælt í gegnum þingið.

 Nauðsyn "sérlagana", hefur kannski fyrst og fremst, endurspeglast í því að viðskiptafélagi Björgólfs í þessu Verne-Holdingdæmi heitir Vilhjálmur Þorsteinsson. Vilhjálmur er auk þess að vera varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavík, formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu.

 En sjálfsagt þurfa ekki "höfðingjar" eins og Björgólfur Thor og Vilhjálmur Þorsteinsson, að vera nafngreindir í stjórnarsáttmála, til þess að "liðkað" sé um fyrir þeim, með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband