23.7.2010 | 11:07
Er það nokkuð furða, þó margir telji ríkisstjórnarsamstarfið dautt?
Maí 2009, fyrsta hreina" vinstri stjórnin tekur við völdum á Íslandi.
Júní 2009. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra, gangast kröfum Breta og Hollendinga Icesavedeilunni og heimila undirskrift samnings. Undirskrift samnings sem fól í sér ríkisábyrgð heimiluð, þrátt fyrir það að ljóst var að ekki væri þingmeirihluti fyrir ríkisábyrgðinni. Fjórir þingmenn Vinstri grænna andvígir samningnum. Aðrir stjórnarþingmenn fylgjandi samningnum.
Júlí 2009. Samfylkingin þvingar í gegnum þingið samþykkt þess efnis, að sótt skuli um ESB-aðild. Málið reyndar í stjórnarsáttmála, en þingflokkur Vg féllst á að málið" væri þar, gegn því að þingmenn flokksins, gætu fylgt stjórnarskrárbundinni skyldu sinni og greitt atkvæði í málinu, samkvæmt sinni sannfæringu. Málið engu að síður þvingað í gegnum þingið, með hótunum sem þekkjast vart í lýðræðislega kjörnum þjóðþingum, í hinum siðmenntaða heimi.
Ágúst 2009. Fyrirvarar við Icesavesamning samþykktir, eftir mikla vinnu allra flokka á þingi. Við þá samþykkt talar forsætisráðherra, líkt og það sé nánast bara formsatriði" að fá þá fyrirvara samþykkta hjá viðsemjendum okkar. Eins og skilja má af orðum forsætisráðherra, enda má ætla að þeir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem málið varða, hafi verið í sambandi við viðsemjendur okkar, kynnt þeim þá fyrirvara, sem voru í vinnslu" og fengið viðbrögð frá viðsemjendum okkar, vegna þeirra. En forsætisráðherra, sagði eftirfarandi, er gengið var til atkvæða um málið:
Virðulegi forseti. Ég hef áður sagt og ítrekað að þessir fyrirvarar eru í stórum dráttum þess eðlis að hvert þjóðþing mundi telja sér fært að setja sambærileg öryggisákvæði til að leggja áherslu á að ekki megi skerða fullveldi þjóðar sinnar og tiltekna grundvallarhagsmuni eins og framtíðarefnahag þjóðarinnar. Þess vegna leyfi ég mér að vera vongóð um að Bretar og Hollendingar sýni málinu í þeim búningi sem það fer nú fulla sanngirni og skilning. Það er það sem við förum fram á við þessar þjóðir nú í kjölfar samþykktar þessara laga.
Það er alþekkt úr sögu evrópskrar samvinnu að þjóðþing eða dómstólar setji fyrirvara þegar verið er að afgreiða mikilvæga milliríkjasamninga. Eins og áður segir er verkefnið nú að sannfæra viðsemjendur okkar um að við séum ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð en með þeim hætti að við fáum örugglega undir henni risið."
September 2009. Magmamálið. Taka eitt". Þegar OR selur Magma Energy, sinn hluta í HS-Orku, er fjármálaráðherra, falið af þingflokki Vg að leita leiða, til þess að annað hvort setja bráðabrigðalög", sem hindra söluna, eða breyta lögum um erlenda fjárfestingu á þann hátt, að Magma geti ekki eignast HS-Orku alla. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vg, var málið tekið upp í ríkisstjórn, en hlaut ekki brautargengi, vegna andstöðu ráðherra Samfylkingarinnar.
Október 2009. Fer að hylla undir nýjan Icesavesamning", þar sem viðsemjendur okkar samþykktu engan vegin, þá fyrirvara sem Alþingi setti við fyrri samninginn, þrátt fyrir orð forsætisráðherra, um að gengi líklegast eftir. Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hrökklast úr ríkisstjórninni, þegar ljóst verður þar, á hvaða nótum nýi samningurinn" verður. En Ögmundur var og er einn þeirra þingmanna Vg sem voru andvígir fyrri samningnum. Nokkrum dögum síðar, er tilkynnt um nýjan, glæsilegan samning". Samning sem felur í sér verulega útþynningu á þeim fyrirvörum, er Alþingi hafði sett við fyrri samninginn. Hefjast í kjölfarið umræður á Alþingi um nýja samninginn", sem standa með hléum í um það bil tvo mánuði, með hléum.
Desember 2009. Umræðum um nýja samninginn" lýkur með atkvæðagreiðslu á Alþingi. Enn eru sömu fjórir þingmenn Vg andvígir samningnum og hefði hann að öllu óbreyttu verið felldur í atkvæðagreiðslunni. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis að samningurinn, færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, gáfu þessum fjórum þingmönnum, ákveðna" útgönguleið. Útgönguleiðin fólst í því að þessir fjórir þingmenn Vg, skiptu sér á milli í fylgni við þjóðaratkvæðagreiðsluna eða samninginn, samt þannig að þeir þingmenn sem andvígir voru samningnum, voru andvígir þjóðaratkvæðagreiðslunni og svo öfugt. Skiptu þessir fjórir þingmenn Vg í þessar tvær fylkingar, tveir og tveir og komu þar með í veg fyrir stjórnarslit.
Janúar 2010. Forseti Íslands, synjar lögum nr.1/2010 staðfestirngar (lögin um Icesavesamninginn). Forsætis og fjármálaráðherra, halda blaðamannafund sem fulltrúar heimspressunnar sækja og lýsa í raun yfir alherjar heimsendi" fyrir Ísland og Íslendinga, hafni þjóðin Icesavesamningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nokkrum dögum síðan, kemur þing saman, eingöngu til þess að afgreiða ný lög, er varða þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fljótlega hefjast einnig viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu, um ný samningsmarkmið og viðræður við Breta og Hollendinga, með það fyrir augum að ná samningum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem halda átti og haldin var 6. mars 2010. Aðkoma stjórnarandstöðunar, var skilyrði sem Bretar og Hollendingar, settu fyrir frekari viðræðum um samninginn, enda ríkisstjórninni mistekist í tvígang á rúmlega hálfu að leiða málið til lykta.
Febrúar 2010. Ný samninganefnd með þátttöku fulltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu, er sett fyrir samningsmarkmið og heldur til Lundúna, til viðræðna við viðsemjendur okkar. Fljótlega verður hins vegar ljóst, að viðsemjendur okkar, hafna alfarið tillögum okkar að lausn deilunnar og leggja fram það sem kallað var betra tilboð". Þetta svokallaða betra tilboð", var í rauninni, samningurinn, sem forsetinn hafði synjað, með þeim smávægilegu breytingum að vextir voru lægri og einhver vaxtalaus ár voru í boði. Annað í gamla samningnum stóð, eins og viðurkennd af stjórnvöldum, að ábyrgðin væri öll Íslendinga á því, hvernig fór fyrir Icesavereikningunum. Varð þetta betra tilboð" til þess að forsætis og fjármálaráðherra, vildu víkja frá samningsmarkmiðum Íslendinga. Gengu þessir tveir ráðherrar, sem þó höfðu árum saman lýst sig lýðræðiselskandi" og stæka fylgismenn þjóðaratkvæðslna, svo langt að lýsa því yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan væri marklaus skrípaleikur", enda lægi betra tilboð" á borðinu. Hvorugt þeirra var þó tilbúið til þess að beita sér fyrir því, að eina löglega leiðin til þess að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, yrði farin, þ.e. að leggja það fyrir Alþingi að lög nr.1/2010 yrðu felld úr gildi. Þess í stað var settur í gang spuni" sem átti að leiða til þess að sem fæstir tækju þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, enda var hún að þeirra mati marklaus skrípaleikur".
Mars 2010. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. Rúmlega helmingur atkvæðisbærra manna taka þátt, þrátt fyrir fortölur forsætis og fjármálaráðherra og nokkurra stjórnarþingmanna. Séu atkvæði þeirra, sem tóku afstöðu, með og á móti samningnum talin, þá voru 98,2% andvíg samningnum, en eingöngu 1,8% fylgjandi. En sé fjöldi þeirra sem andvígir voru, borinn saman við fjölda atkvæðabærra manna, þá var þrátt fyrir lélega kjörsókn meirihluti kosningabærra manna, andvígur samningnum. Það gerðist, þrátt fyrir að ráðherranir, nokkrir stjórnarþingmenn, ásamt fylgismönnum stjórnarflokkanna úr stétt háskólamanna og blaðamanna, hafi nær án áfláts, birt hverja heimsendaspánna" á fætur annari, ásamt spádómum um stjórnarslit. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra flytur fræga kattasmölunnarræðu" sína á flokksráðsfundi Samfylkingar og skaut þar föstum skotum á samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, eins og frægt er orðið.
Apríl 2010. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur út. Það væri reyndar efni í mörg blogg eða í það minnsta annað blogg að ræða viðbrögð vegna hennar og ætla ég því að sleppa því að mestu. Ég get samt ekki stilt mig um að geta þess, að í ljósi þess, að á Alþingi var að fara í hönd umræða um frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing, að forsætisráðherra, lét hafa það eftir sér; að stjórnlagaþingið þyrfti að taka til endurskoðunnar 26. grein stjórnarnarskrárnar, sem kveður á um rétt forsetans, til þess að synja lögum staðfestinar og vísa þeim til þjóðarinnar. Vildi forsætisráðherra, að stjórnlagaþingið, sem átti og á að vera storfnun, eða stjórnvald óháð Alþingi og framkvæmdavaldinu, endurskoðaði ákvæðið með það fyrir augum að nema það úr gildi í nýrri stjórnarskrá. Svo mikil er lýðræðisást forsætisráðherra orðin, eftir ár í embætti forsætisráðherra.
Maí 2010. Sérlög iðnaðarráðherra vegna gagnavers í Reykjanesbæ samþykkt frá Alþingi við lítinn fögnuð þingmanna Vg. Ýmis stór mál keyrð í gegnum þingið með afbrigðum", mismikið rædd og ígrunduð og stefnt að þinglokum um miðjan júní. Einnig hefst Magma-málið, Taka tvö", þar sem greint er frá samningum GGE og Magma Energy Sweden um kaup Magma á hlut GGE í HS-Orku.
Júni 2010. Dómur Hæstaréttar fellur í Gengislánamálinu, lántakandi í vil. Gengistrygging, dæmd ólögmæt, en lánasamningarnir að öðru leyti taldir standa. Viðbrögð stjórnvalda voru þau að þau ætluðu að afhafast ekkert. Þrýstingur frá fjármálafyrirtækjum, ásamt spuna" um einhverja óvissu" vegna dómsins, leiddi hins vegar til fjölda funda með fulltrúum fjármálafyrirtækjana. Afrakstur þeirra funda varð svo ljós, er tilmæli FME og SÍ voru kunngjörð. Á aukastarfsdegi þingsins, viku eftir dóm Hæstaréttar, stóð reyndar Alþingi til boða að taka til afgreiðslu frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um flýtimeðferð Hæstaréttar og hópmálsóknir, sem hægt hefði verið að afgreiða frá Alþingi samdægurs. Leiðtogar stjórnarflokkanna, stóðu hins vegar í vegi fyrir því, þó svo að ætla megi að samþykkt frumvvarpsins og störf Hæstaréttar í framhaldinu, hefðu eytt, meintri óvissu" vegna dóms Hæstaréttar.
Þingmenn úr öllum flokkum, nema Samfylkingu, standa að og leggja fram þingsályktunnartillögu þess efnis að umsókn um ESB-aðild verði dregin til baka.
17. júní á þjóðhátíðardegi Íslendinga, samþykkir Framkvæmdastjórn ESB aðildarumsókn Íslands, við lítinn fögnuð Íslendinga, utan Samfylkigarfólks og einstaka manna og kvenna úr öðrum flokkum.
Júlí 2010. Nefnd um erlenda fjárfestingu klofnar í afstöðu sinnar til sölu GGE á hlut sínum í HS-Orku til Magma og eru fulltrúar stjórnarflokkanna í sitthvorri fylkingunni. Hefjast þá væringar og ásakanir ráðherra á milli, sem engan endi sér á. Nýjasta af því máli að frétta er að helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar, hefur myndað hóp sem ætlað er að leita sátta í málinu innan ríkisstjórnarinnar.
Þó þessi upptalning, teljist löng, þá er hún engan vegin tæmandi", enda mörgum málum sleppt sem valdið hafa skjálfta" á stjórnarheimilinu. Nægir þar að nefna, að fjölmörg frumvörp stjórnarþingmanna, eins og Lilju Mósesdóttur, um skuldaleiðréttingu heimilana, hafa ekki hlotið náð ríkisstjórnarinnar, til þess að þau fái efnislega meðferð og afgreiðslu sem lög frá Alþingi. Margar misheppnaðar tilraunir félagsmálaráðherra að semja við fjármálafyrirtækin, vegna gengislána. Misheppnaðar tilraunir ríkisstjórnarinnar, til þess að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja. Ráðherrafrumvarp forsætisráðherra, sem gerir ráð fyrir fækkun ráðuneyta. Andstaða og fyrirþvælingur" þingmanna og ráðherra Vg, við erlendum fjárfestingum til atvinnuuppbyggingar. Andstaða þingmanna Vg, við meint útrásardekur" Samfylkingarinnar. Mismunandi áherslur í ríkisfjármálum ............... svo lengi mætti telja................
Er þá nokkuð furða, þó eitthvað hrikti í stoðum Hinnar norrænu velferðarstjórnar".
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.