Leita í fréttum mbl.is

"Magma-málið" í stærra samhengi.

Í fréttinni sem tengist þessum pistli, talar Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, um að rannsaka þurfi aðdragandann að sölunni á HS Orku til Magma. Rannsaka eigi lögmæti sölunnar og hvort að "skúffan" í Svíþjóð, sé bara til "málamynda" eða ekki.  Flestir sem eitthvað hafa fylgst með þessu máli, vita auðvitað, að "skúffan" í Svíþjóð, var bara sett upp til "málamynda".  Flest bendir einnig til þess að sá gjörningur, hafi verið löglegur, þó til "málamynda" sé, enda "skúffan" í Svíþjóð, löglega stofnað fyrirtæki þar í landi, þó svo það búi "bara" í skúffu.

Árni segir ennfremur, frá þeim orðrómi, að öðrum fyrirtækjum, sem að "sannarlega" starfi á evrópska efnahagssvæðinu, hafi verið "stuggað frá" í söluferlinu og bendi það til þess að salan hafi verið ákveðin löngu áður en "skúffan" í Svíþjóð var sett upp.

Þessi orð Árna, hljóta að benda til þess að Árna og félögum í VG, hefði ekki þótt það "mjög óæskilegt", hefði "rótgróið" evrópskt fyrirtæki, eignast HS Orku.  Það hlýtur að skoðast sem hrikalegt ósamræmi, við stefnu Vinstri grænna í auðlindamálum.  Vinstri grænir vilja að auðlindir Íslendinga þ.m.t. orkuauðlindirnar eigi að vera í eigu og umsjón íslensku þjóðarinnar.  En Árni og VG telja að nýtingarréttur í svo langan tíma, sem Magma hefur hér á landi jafngilda framsali á orkuauðlindinni.

Árni sagði í viðtali við fréttamann RúV í vor, að síðasta haust hafi þingflokkur VG, falið formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni, það verkefni að hlutast til um það, í kjölfar sölu OR á hlut sínum í HS Orku til Magma, að sett yrðu bráðabrigðalög á frekari umsvif Magma á Íslandi, eða lögum um erlenda fjárfestingu breytt á þann hátt að, áform Magma um að eignast HS Orku alla, yrðu ekki að veruleika. Sagði Árni að örlög þeirrar málaleitanar Steingríms í ríkisstjórninni, hafi verið ráðin, þegar Samfylkingin, neitaði að verða við beiðni Steingríms.

 Spyrja má, hvað hafi valdið andstöðu Samfylkingarinnar, við setningu bráðabrigðalaga, eða lagabreytinga?  Svarið hlýtur að liggja nokkuð ljóst fyrir.  Hvor leiðin sem farin hefði verið, hefði kallað á undanþágu frá EES-samningnum.  Slík undanþágubeiðni, hefði sjálfsagt ekki verið í "takt" við ESB-vegferð Samfylkingarinnar, sem studd er af Vinstri grænum. Má þá í því sambandi, spyrja hversu hart Steingrímur, gekk á eftir málinu í ríkisstjórn? Enda hefði það eflaust ýtt undir stjórnarslit, hefði verið við ESB-áformum "stuggað".

 Að lokum má svo "velta" því upp, verði skipuð rannsóknarnefnd, líkt og Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins.  Komist nefndin t.d. að þeirri niðurstöðu, að rangt hafi verið staðið að málum, varðandi "söluferlið".  Hver verður þá ábyrgð ráðherra í ríkisstjórninni?  Verður sá ráðherra, sem að á að fara með málaflokkinn, látinn sæta ábyrgð?  Eða verður það ráðherra þess ráðuneytis, sem sagt er að hafi aðstoðað Magma í söluferlinu? 

 Eins og flestir vita, þá er þetta mál á forræði Efnahags og viðskiptaráðherra.  Flestir vita einnig, eins og fram hefur komið í fréttum, að fulltrúar Magma leituðu á náðir Iðnaðarráðuneytis, eftir leiðbeiningum, hvernig hægt væri að "leyfa" kanadísku fyrirtæki að kaupa hlut í HS Orku.

 Flestir muna eflaust, að í "skýrslunni", í þeim kafla er lítur að vanrækslu ráðherra, þá er Björgvini G. Sigurðssyni, gefið að sök að hafa sýnt vanrækslu í starfi efnahags og viðskiptaráðherra, þó svo að klárlega komi fram, að aðrir ráðherrar í "hrunstjórninni", samráðherrar og samflokksmenn, þau Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson, hafi kerfisbundið, haldið leyndum fyrir honum upplýsingum um stöðu mála.  Flest bendir til í "Magma-málinu" að Iðnaðarráðuneytið, hafi haldið því leyndu fyrir Efnahags og viðskiptaráðuneytinu, hver áform Magma væru, þangað til að kom að þætti viðskiptaráðuneytis við úrskurð og ákvörðunartöku í málinu.

 Þegar Magma leitaði á náðir Iðnaðarráðuneytis, þá var Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.  Því má spyrja: "Sleppur Össur "tæknilega" undan ábyrgð í málinu, þar sem að hann hlutaðist til um mál sem að er ekki á hans forræði?


mbl.is Rannsaka þarf aðdragandann að sölu HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég skil ekki þetta moldrok sem tengist þessu máli? Af hverju má maðurinn ekki fjárfesta hérna. Hann talaði um það um daginn að hann vildi hækka verð á orku til stóriðju en slíkt kemur okkur vel og bendir um leið til þess að við höfum samið um of lágt verð. Maðurinn eignast ekki orkulindir okkar heldur einungis nýtingarrétt. Kannski má segja að nýtingarrétturinn sé til of langs tíma en í dag þurfum við á erlendri fjárfestingu að halda. Ef menn vilja að ríkið eigi þessa auðlind og sjái um má benda á Sovétríkin sálugu en allir vita hvernig sú tilraun endaði.

Helgi (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband