Leita í fréttum mbl.is

Magma-málið, druslur og gungur.

Í Fréttablaðinu í dag, lætur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hafa eftir sér eftirfarandi:

"Ég tel að það orki mjög tvímælis að fjárfesting í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð sé í samræmi við lög," segir Steingrímur. "Ég er þeirrar skoðunar að þetta standist ekki anda laganna og er þá frekar sammála minnihluta nefndarinnar. En svona er staðan. Meirihluti nefndarinnar tók þessa afstöðu og við sitjum uppi með það í bili."

 Það kemur svosem ekkert nýtt fram í þessum orðum Steingríms.  Samt er athyglisvert að velta fyrir sér síðustu setningunni í þessari "tilvitnun".  Þar talar Steingrímur eins og að afstaða nefndarinnar sé "heilög".  Hver sem afstaða nefndarinnar kann að hafa verið, þá er það ekki nefndarinnar, að ákveða, hvort samningurinn verði látinn standa eða ekki.  Samkvæmt lögum er það Efnahags og viðskiptaráðherra, sem tekur þá ákvörðun, að lokinni efnislegri meðferð nefndarinnar, á þeim málum sem fyrir hana koma.  Það stendur hvergi í lögum, að ráðherra beri að fara að tillögu nefndarinnar, eingöngu að ráðherra hafi afstöðu nefndarinnar til hliðsjónar, við ákvörðunnartöku.  Samkvæmt því, þá gæti ráðherra, afturkallað gjörninginn, hafi hann eða þeir lögfræðingar sem hann leitar til efasemdir um lögmæti hans.  

 Reyndar má spyrja að því hvort að nefndinni, sé nokkuð ætlað annað en að taka þá ákvörðun, sem stjórnvöldum "þóknast" hverju sinni.  Fram hefur komið í fréttum, að þrátt fyrir að nefndinni sé ætlað að taka "sjálfstæða" ákvörðun um þau mál sem fyrir hana koma, þá var nefndinni í raun "úthlutað" lögfræðingum, sem Efnahags og viðskiptaráðuneytið "mældi" með.  

Á sama hátt gæti ráðherra, ef afstaða nefndarinnar, hefði verið á hinn veginn, þ.e. að kaup Magma á HS-Orku, væru gjörningur, sem ekki stæðist lög, samt sem áður ákveðið að láta samninginn standa.  Enda er það ráðherrann sem að fer með valdið en ekki nefndin, nefndin er bara ráðgefandi í málinu, án ákvörðunnarvalds.  

 Steingrímur heldur svo áfram:

"Það leikur enginn vafi á því að lög eiga eftir að taka breytingum á þessu sviði á næstu misserum," segir hann. "Það þarf að þrengja lagarammann til muna varðandi ráðstöfun auðlinda, hámarkstíma samninga tengda þeim og skorður á eignarhaldinu."

 Þessi orð Steingríms missa algjörlega marks, sé til þess litið að fyrir tæpu ári, var þessum sama Steingrími, falið af þingflokki sínum, að hlutast til um í ríkisstjórn um að, farið yrði í þessar lagabreytingar þá, sem hann talar um í "tilvitnuninni", hér að ofan.   Segja má að þessi orð Steingríms hafi verið nokkrum "misserum" of seint á ferðinni og það tímabil, sem hann kallar "næstu misseri" liðið.  

 Það má því alveg með sanni segja að "hin fleygu orð" Steingríms: "Drusla og gunga", hafi hlotið endurnýjun lífdaga, auk þess sem að á þessi orð hefur lagst "boomerangeffektinn" og þau hafi því hitt Steingrím beint í andlitið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband