20.7.2010 | 14:17
Ríkisstjórnin og erlendar fjárfestingar.
Á meðan fréttir af Magma-málinu og viðbrögðum stjórnvalda við dómi Hæstaréttar, vegna gengistryggðu lánanna, tröllriðu meira og minna allri umræðu hér á landi, birtist í einhverjum miðlanna, frétt, sem var ekki síður athyglisverð.
Frétt þessi var um það, að starfsfólk Iðnaðarráðuneytis, þyrfti stöðugt að vera að benda "hugsanlegum framtíðarfjárfestum" hér á landi, á það að þó að í gildi væru tvenns konar lög í gildi um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga, þá stæðu allir jafnt að vígi, hvað það mál varðar.
Hver skildu svo þessi "tvenns konar" lög vera? Á síðustu dögum Alþingis fyrir sumarfrí, voru samþykkt lög frá Alþingi um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga. Þau lög höfðu hins vegar óeðlilega langan meðgöngutíma í "kerfinu", meðal annars vegna þess að stjórnarflokkarnir, geta ekki komið sér saman um eiginlega stefnu í þessu máli. Lá af þeim sökum, frumvarp Iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga, vikum eða mánuðum saman, niðrí Fjármálaráðuneyti, á meðan "unnið" var að "tæknilegri" útfærslu skattamála, vegna frumvarpsins.
Á sama tíma og Fjármálaráðuneytið lá yfir þessari "tæknilegu útfærslu" á skattamálunum, varð hins vegar vart óþólinmæði hjá hinum stjórnarflokknum, vegna gagnaversins í Reykjanesbæ. Til þess að svala þeirri óþolinmæði, fór í gang vinna við smíði "sérlaga" vegna gagnaversins. Voru þau lög byggð á þeim lögum sem sátu föst í Fjármálaráðuneytinu. "Sérlög" þessi, voru svo samþykkt í þinginu, einhverjum vikum á undan "almennu" lögunum.
Nú kann einhver að spyrja, afhverju var þá þörfin fyrir þessi "sérlög", fyrst þau almennu, lágu í rauninni fyrir, en voru "fryst" í Fjármálaráðuneytinu? Svarið kann að vera það að, að þessu gagnaveri standa Björgólfur Thor og viðskiptafélagi hans til nokkra ára, Vilhjálmur Þorsteinsson.
Björgólf, þarf sjálfsagt ekki að kynna fyrir lesendum, þessarar greinar, en hver skildi þessi Vilhjálmur vera? Vilhjálmur Þorsteinsson, er varaþingmaður Samfylkingarinnar í RVK og formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu. Iðnaðarráðherra, sem og þingmenn Samfylkingar, sóru hins vegar af sér allar ásakanir um það, að aðkoma Vilhjálms að verkefninu, hefði eitthvað með það að gera, að tíma Alþingis, væri varið í efnislega umræðu og samþykkt laga, sem væru samhljóða öðrum lögum, sem sett hefðu verið af samstarfsflokknum í "frost".
Gekk það meira að segja svo langt, að ef einhver benti á þessi tengsl Samfylkingarinnar, við aðstandendur gagnaversins, að sá hinn sami var sakaður um óvægna árás á mannorð og æru Samfylkingarinnar, hversu milkils virði sem að þessi gildi eru nú Samfylkingunni, en það er önnur saga.
Staðan er hins vegar sú í dag, að þegar erlendir fjárfestar, með aðstoð íslenskra fulltrúa sinna, glugga í það lagaumhverfi, sem snýr að erlendum fjárfesingum og ívilnunum vegna þeirra, að þeir hnjóta um þessi tvenn lög, þ.e. sérstök lög, vegna gagnavers og svo almenn lög vegna allra annarra fjárfesta.
Það er því eðlilegt að menn spyrji sig og jafnvel veigri sér við því að ráðast hér fjárfestingar, þegar í ljós kemur að tvenns konar lög séu hér í gildi, um sama mál, eftir því hver eigi hlut að máli, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að allir eigi að sitja við sama borð.
Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi kom svo fram, að annað fjárfestingarverkefni, væri komið í "frost" í Fjármálaráðuneytinu. Verkefni það snýr að áformum um rekstur á herþotuleigu á Keflavíkurflugvelli, sem fyrirtæki frá Hollandi hefur haft í undirbúningi, hér á landi í einhver misseri. Málið er enn eitt málið sem steytir á skeri í samstarfi stjórnarflokkana. Samfylkingin styður málið, en Vinstri Grænir eru því andvígir. Líklegt verður þó að telja að málið hafi þingmeirihluta, þó svo meirihluti, verði skipaður án þátttöku þingmanna VG.
Það er engan vegin ásættanlegt, ef að hér eigi fara í hönd, einhver uppbygging eftir hrunið, að stefna stjórnvalda í þessum málum, sé eingöngu í orði, en ekki á borði. Allar hindranir og frystingar, á þeim málum sem nú þegar, eru komin í einhvern farveg, fælir aðra fjárfesta frá.
Trúverðugleikafátækt stjórnvalda og íslenska ríkisins í málinu, er því algjör nú um stundir og lítil von um að eitthvað rofi til, fyrr en þeir aðilar sem þessum málum stýra, fari að ganga í takt, þjóðinni til framdráttar, en ekki í taktleysi innbyrðisátaka stjórnarflokka á milli.
Að öðrum kosti þarf þetta fólk að standa upp úr stólum sínum og hleypa öðrum að, sem treysta sér til þess að byggja hér upp blómstrandi atvinnulíf, af fullum heilindum, þjóðinni til heilla.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð samantekt Kristinn. Vilhjálmur er úlfur í sauðagæru og menn ættu að hafa það í huga þegar þeir lesa greinar eða "álit" frá honum.
Björn (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.