11.7.2010 | 15:35
Ráðgjöfin og stjórnarsamstarfið.
Hvort sem að "meint ráðgjöf" Iðnaðarráðuneytis, hafi verið veitt á vakt Katrínar Júlíusdóttur, eða Össurar Skarphéðinssonar, skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli í þessu fyrst og fremst, eru viðbrögð og gjörðir, eða ekki gjörðir stjórnvalda í ferlinu, sem að í gang fór síðar.
Það hefur komið fram, að þegar OR seldi sinn hlut í HS-Orku, "nauðbeygð" vegna samkeppnislaga, þá fól þingflokkur Vinstri grænna, formanni flokksins, að taka málið upp í ríkisstjórn, með lagasetningu um erlenda eignaraðild á íslenkum orkufyrirtækjum í huga.
Bæði Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, hafa staðfest að svo hafi verið. Það má alla vega klárlega lesa, það úr ummælum þeirra tveggja sem að birtast hér að neðan. (Ummæli Lilju, fyrri ummælin eru tekin af Facebooksíðu hennar, en ummæli Árna eru úr viðtali við fréttamann RÚV).
"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið með því að Icesave-skrípaleikurinn hafi tafið góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja að hlutur Geysis Green í HS orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur en að sú vinna væri í gangi."
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir að Samfylkingin hafi síðastliðið haust stoppað bráðabirgðalög um söluna á HS Orku. Segir Árni að það sé lítilmótlegt af flokkssystur sinni að ráðast að formanni flokksins vegna þess að kanadíska fyrirtækið Magma Energy hafi eignast HS orku. Ráðherrar VG hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja innlend yfirráð yfir orkufyrirtækinu.
Á þessum tilvitnunum báðum sést, að málið fór vissulega fyrir ríkisstjórnina og af orðum Árna að skilja, þá höfnuðu ráðherrar Samfylkingar því að sett yrðu lög sem hindruðu frekari eignaraðild útlendinga á íslenskum orkufyrirtækjum. ( Erfitt að ímynda sér að hægt hafi verið að setja lög "hávaðalaust" um orðinn hlut, þ.e. sölu OR á sínum hlut í HS-Orku).
Spurningar varðandi þetta mál allt, ættu þá að beinast að forystusveit Samfylkingarinnar. Þeirrar Samfylkingar sem hefur í sinni stefnuskrá, að bundið verði í stjórnarskrá, að auðlindir þær sem landið okkar hefur uppá að bjóða, verði í eign þjóðarinnar.
Ekki verður annað séð í fljótu bragði, en að meðvituð neitun Samfylkingarinnar, við beiðni Vinstri grænna um áðurnefnda lagasetningu, vinni gegn því stefnumáli Samfylkingarinnar. Eins hlýtur þetta, að vekja upp spurningar, um raunverulegan áhuga Samfylkingarinnar, á því að aðrar auðlindir þjóðarinnar, verði í eign hennar, eða annarra.
Við þessar aðstæður hlýtur einnig að koma til alvarlegrar athugunnar Vinstri grænna, hvort að flokknum sé sætt í þessari ríkisstjórn. Hvort að endalaust sé hægt að bæta við þennan svokallaða "ásættanlegan kostnað" við stjórnarsamstarfið? Hvort að endalaust sé hægt að gefa "afslátt" á stefnumálum Vinstri grænna, svo stjórnin megi lifa?
Vinstri grænir verða líka að átta sig á því að þessi "fórnarkostnaður" lendir fyrst og fremst á þjóðinni, þeirri þjóð sem flokkurinn eða þingmenn hans og ráðherrar, hafa heitið hollustu, með drengskapareið þeim sem þeir skrifuðu undir, er þeir tóku fyrst sæti á þingi.
Nefndin sem að skar úr um lögmæti sölunnar, tók enga ákvörðun um að "hleypa" sölunni í gegn. Sú ákvörðun, mun á endanum vera á hendi Efnahags og viðskiptaráðherra, samkvæmt lögum 34/1991, sem fjalla um nefnd um erlendar fjárfestingar.
Veitti Magma ekki ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.