Leita í fréttum mbl.is

Auðlindastefna Samfylkingar og hugsjónarkaffi Vinstri grænna.

Fram kom í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld, að Magma Energy hefði fengið leiðbeiningar úr Iðnaðarráðuneytinu, um stofnun dótturfélags (skúffufyrirtækis) í Svíþjóð, svo fyrirtækið gæti eignast hlut í HS-Orku. 

 Síðast þegar að var gáð, þá var það stefna Samfylkingarinnar að, auðlindir þjóðarinnar, skildu vera í þjóðareign.  Samfylkingin og ráðherrar hennar sýna hér enn og aftur að stefnuskrá flokksins er réttlægri en þjónkunn við útrásaröflin.  

 Iðnaðarráðherra, mun eflaust gera líkt og forsætisráðherra gerði, þegar upp komst um þátt  ráðuneytis hans  í kjaraviðræðum Más Guðmundssonar í undanfara ráðningar hans til Seðlabankans, og afneita allri vitneskju og þátttöku í ráðgjafastarfi eigin ráðuneytis. 

Trúverðugleiki Samfylkingarinnar og þar með ríkisstjórnarinnar, rýrnar nú með degi hverjum, enda er hvert stefnumálið úr stefnuskrá ríkisstjórnarinnar  og kosningaloforð flokkanna svikin nánast daglega, þessa daganna.  Síðasti séns ríkisstjórnarinnar, til þess að vernda trúverðugleika Skjaldborgarinnar, hvarf með tilmælum FME og SÍ og eftirfylgni sinni við þau, vegna dóms Hæstaréttar. 

 Vinstri grænir ræddu um daginn, hvort stuðningur við aðildarferlið að ESB væri ásættanlegur fórnarkostnaður við stjórnarsamstarfið.  Spurning er hvort Vinstri grænir treysti sér til þess að bæta beinni þátttöku ráðherra Samfylkingarinnar í söluferlinu á HS- Orku, við þann kostnað eða ekki?

 Hvort sem Vinstri grænir, láti þetta yfir sig ganga eins og hvert það annað sem Samfylkingin, hefur látið þá beygja sig í andstætt sinni stefnuskrá, skal ósagt látið.  En hins vegar er það alveg ljóst, að "hugsjónakaffi" Vinstri grænna er orðið lapþunnt (hafi það einhvern tíman þá verið þykkt) og alveg örugglega "Export" bætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Límið í ráðherrastólunum er andskotanum sterkara

Jónas (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 20:29

2 identicon

Góð grein hjá þér. Venjulega þegar maður sér svona talent hefði maður nú sagt "Þú ættir að skrifa í blöðin", en þar sést lítið annað en rusl þessa daga enda eru þau öll fyrir löngu búin að selja sál sína og meira fyrir slikk, enda landsmenn nánast hættir að lesa þau. Við erum í hræðilegum málum. Það er orðið nauðsynlegt að fá byltingu. Það er bylting eða dauði sem þessi þjóð hefur að velja um. Vera leppríki og bananalýðveldi byggt af þrælum gamalla nýlenduherra og stórfyrirtækja, þegar AGS, ESB og erlend stórfyrirtæki leggjast yfir okkur eins og hrægamma eftir að economic hitmen, spilling og mútur hafa skilað sínu.......eða, sem er betri möguleiki, rísa upp, gera það sem gera þarf, segja hingað og ekki lengra og GEFA FÁVITUNUM FRÍ!!!!!

Halló (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband