9.7.2010 | 22:34
Sóun stjórnvalda á verðmæti fjárfestinga.
Eins og segir í greininni, sem blogg þetta er hengt við, standa margar byggingar, sem hannaðar hafa verið fyrir heilbrigðisþjónustu auðar. Margar þessara byggingar standa auðar með öllum tækjum og tólum sem notuð voru, áður en kreppan skall á og skera þurfti niður.
Allt þetta húsnæði ásamt tækjum og tólum sem þar inni eru fjárfesting, sem hugsað var á sínum tíma til þess að skila verðmætum. Ekki endilega verðmætum í beinhörðum peningum, heldur fyrst og fremst þeim verðmætum sem búa í góðu heilbrigði þjóðarinnar. Að fólk hafi sem minnstar fjarvistir af vinnumarkaði og geti sem fyrst hafið störf að nýju, að lokinni meðferð og skilað inn sínum skerf af verðmætasköpun í landinu, í ríkiskassann.
Núna er staðan reyndar þannig, að lítil þörf er á vinnuafli í landinu, enda ríkir hér ca 8-10 % atvinnuleysi, sem eflaust væri töluvert meira, ef að fjöldi fólks hefði ekki flutt burt frá landinu. Það gæti slegið á rökin um þau verðmæti sem glatast, þegar annars vinnufært fólk er frá atvinnu vegna einhverra meina og ætla ég ekki að mótmæla því að svo stöddu.
En eins og ástandið er í heilbrigðismálum þjóðarinnar, þá eru vart til fjármunir til þess að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu, nema með herkjum og vona að ekkert óvænt komi uppá sem sett gæti kostnaðinn við heilbrigðiskerfið í uppnám.
Við þær aðstæður sem nú eru uppi, er það því nánast glæpsamlegt af heilbrigðisyfirvöldum, að láta þessar fjárfestingar allar standa tómar og skila engum arði til þjóðarbúsins, þó svo að ríkið hafi ekki efni á því að reka þær sjálft.
Það er glæpsamlegur og barnalegur þrái heilbrigðisráðherra, að láta allar þessar fjárfestingar, standa auðar, vegna þess að skoðanir ráðherrans, hníga ekki að einkavæðingu. Leiga á þessari aðstöðu til einstaklinga, sem gætu þar hafið rekstur á heilbrigðissviði, gæti ekki eingöngu skapað ríkinu tekjur, heldur einnig orðið til þess, að læknar kæmu heim að loknu námi í mun meira mæli en nú er. Þeim mun lengur sem læknar dvelja erlendis að loknu sérnámi, minnka líkurnar á því að þeir flytji nokkurn tíman heim, eða flytji heim í bráð, heldur ílengist erlendis og komi ekki hér til starfa þegar, upp birtir hér í þjóðfélaginu. Mun þá einnig glatast sú fjárfesting, sem stofnað var til við það nám í læknisfræði, sem þessir læknar stunduðu hér á landi.
Það er því lífsnauðsyn að stjórnvöld láti af þessum þráa sínum og fari að kanna möguleikan á því að leigja alla þessa ónotuðu aðstöðu út, eða hluta hennar í ákveðinn tíma, til þess að skapa tekjur og sýna smá viðleitni til þess að halda dýrmætri þekkingu heilbrigðisstétta í landinu.
Breytingar á heilbrigðiskerfinu eru nauðsynlegar til að laða heim íslenska lækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
Athugasemdir
Sama lausnin hér og oft áður. Það þarf að koma Samfylkingunni og Vinstri Grænum frá völdum hið fyrsta og dæma þau til eilífrar stjórnarandstöðu. Það er dagljóst að þau ætla að keyra á prinsippunum sínum hvað sem það kostar - sbr. aðildarumsókn að ESB, sbr. að hækka sífellt skatta og álögur á okkur sauðsvartan almúgann ef vantar pening í ríkiskassann og sbr. að hætta alfarið að virkja, svo lengi sem það er úti í náttúrunni EN það versta er að ríkisstjórnin stendur gegn kjósendum sínum með fjármálastofnunum sem eru að hluta til í eigu ríkisins (= okkar). Það eitt kallar á byltingu og uppstokkun.
Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.