27.6.2010 | 14:31
Var eitthvað annað í boði?
Í ræðu sinni í upphafi fundarins, hvatti Jóhanna félaga sína í Samfylkingunni, að skipta sér út, þætti þeim einhverjir aðrir betur til þess fallnir að leiða flokkinn. Þessi orð hennar voru sögð í þeirri vissu, að flokkurinn þyldi ekki formannskjör, enda var hugmyndinn um að halda landsfund í stað flokksráðsfundar blásin af, vegna ótta við afsögn Jóhönnu.
Ástæðan fyrir því að Jóhanna varð formaður Samfylkingarinnar er sú að þegar Ingibjörg Sólrún hætti, vegna veikinda, var fyrst og fremst sú, að sá einstaklingur er ekki annar til í flokknum, sem að ekki myndi kljúfa hann í herðar niður, yrði farið í formannskosningar.
Stuðningsyfirlýsing flokksráðsfundarins, var því fyrirséð og varla fréttnæm. Yfirlýsingin lýsir fyrst og fremst þeim skorti á aftökum Jóhönnu, fremur en stuðningi við hana. Yfirlýsingin, var líka samþykkt í skugga þess ótta, að Jóhanna segði af sér og flokkurinn myndi neyðast til að boða landsfundar og kjósa nýjan formann og þar með hugsanlega æsa til klofnings innan flokksins.
Svo neyðarleg er staðan innan Samfylkingarinnar, varðandi formannskjör, að reynt er í bloggheimum, að gera lítið úr 62% kosningu Bjarna Benetiktssonar í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.
Það er t.d. ekki hægt að segja að þeir formenn sem Samfylkingin, hefur haft hingað til, hafi notið óskerts stuðnings flokksmanna, í þau skipti sem kosið hefur verið á milli manna í embættið, eða jafnvel milli þess sem kosið er á milli manna í embættið.
Stuðningur flokksins við Össur fyrir þingkosningarnar 2003, var nú ekki meiri en svo, að þó að ekki hafi borist mótframboð í embættið, það árið, þá treysti flokkurinn honum til að leiða flokkinn í kosningabaráttunni, fyrir þær kosningar. Fyrir þær kosningar var Ingibjörgu Sólrúnu, stillt upp sem forsætisráðherraefni, fyrst og fremst vegna þess að flokkurinn treysti ekki Össuri til þess að leiða flokkinn í þeirri kosningabaráttu, en vildi á sama tíma losna við þann klofning, eða óeiningu innan flokksins, sem annars hefði orðið, hefði Ingibjörg boðið sig fram gegn Össuri.
Ingibjörg náði hins vegar ekki kjöri til Alþingis í þeim kosningum og varð upphaflega, varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Siðan losnaði þingsæti fyrir Ingibjörgu, þegar nýkjörinn þingmaður flokksins, Ásgeir Friðgeirsson, ákvað að gerast frekar talsmaður Björgólfsfeðga, en setjast á þing.
Samfylkingin, skipti svo um formann á miðju kjörtímabili, eftir að Össur og Ingibjörg tókust þar á, þar sem Ingibjörg sigraði, eftir hatramma baráttu við Össur. Baráttu sem aldrei hefði verið boðið upp á undanfara kosninga.
Ég veit ekki með þig lesandi góður, en mér þykir vandamál Samfylkingunnar vera það að flokkurinn getur ekki með nokkru móti, séð vanda sinn í eigin ranni, heldur alltaf reynt að benda á aðra, þegar harðnar á dalnum.
Lýsa yfir stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.