26.6.2010 | 23:43
Hárrétt ákvörðun.
Í dag, þann 26. júní, hjó Sjálfstæðisflokkurinn á aukalandsfundi sínum á þann hnút sem, afstaðan, eða hinar mörgu afstöður innan flokksins til aðildarumsóknar að ESB, hafði hnýtt í flokknum.
Óhætt er að segja að ákvörðun flokksins hafi vakið viðbrögð hjá "blogglúðrasveit" Samfylkingarinnar, ESB-miðlum og hjá verðandi formannsefni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Árni gefur út þá yfirlýsingu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stimplað sig út úr umræðunni um ESB og sé orðinn einangraður "öfga-hægriflokkur". Það er reyndar erfitt að sjá hvernig flokku, sem tekur staðfasta afstöðu með 70% þjóðarinnar í máli, eins og aðildarumsókn að ESB er. Maður skyldi nú ætla að sá flokkur, eða þeir flokkar, sem skipa sér í sveit með 30% þjóðarinnar, séu frekar að mála sig út í horn.
Rök margra í blogglúðrasveitinni, eru þau að flokkurinn hafi breytt um stefnu í málinu. Það tel ég reyndar ranga túlkun á málinu. Á landsfundi flokksins í lok janúar 2009, var samþykkt, að ekki skyldi gengið til viðræðna við ESB, um inngöngu Íslands í sambandið, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að loknum samningaviðræðum, þegar og ef að nýr samningur, lægi á borðinu, þá skildi þjóðin kjósa um samninginn í bindandi kosningum, ekki ráðgefandi, eins og núverandi þingsályktunnartillaga, sem unnið er samkvæmt, hljóðar uppá. Flutti þingflokkur Sjálfstæðismanna breytingartillögu þess efnis, þegar málið, var til efnislegrar umræðu í þinginu, vorið og sumarið 2009. Voru þær tillögur báðar felldar og þá um leið, möguleiki flokksins á stuðningi við málið.
Þess má geta að þegar umræður fóru fram, þá var meirihluti fyrir aðildarviðræðum, meðal þjóðarinnar, þannig að Samfylkingin, hefði varla þurft að óttast þær kosningar. Líklegt má þó telja, að stjórnarflokkarnir, hafi ekki verið hrifnir af því að þurfa að reka kosningabaráttu fyrir máli sem að annað stjórnarflokkurinn er í prinsippinu andvígur. Hefði því sú kosningabarátta ekki gert annað en að sýna fram á forystuleysið, sem einkennt hefur málið frá upphafi. Eins má geta að stjórnvöld treystu sér ekki að hafa kosninguna um aðildina bindandi, heldur ráðgefandi, þannig að stjórnvöld gætu í sjálfu sér, ef þeim líkaði ekki ráðgjöf þjóðarinnar, hafnað henni og þröngvað aðilinni, í gegnum þingið. Stjórnvöld hafa reyndar sýnt það að þau, fari ekki eftir vilja þjóðarinnar, þó að kosið sé um hann, nægir þar að nefna Icesavemálið.
Esb-miðlanir, sem varla hafa komið frá sér öðrum fréttum undanfarna daga, en fréttum að yfirvofandi klofningi Sjálfstæðisflokksins, hafa líka verið duglegir að snapa aðrar fréttir að af "hugsanlegri" óeiningu innan flokksins og til þess að undirstrika það þá hafa þeir gert úr því stórfrétt, að fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi flokksins, sem bauð sig fram fyrir annan flokk, eða framboð í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hafi verið rekinn úr flokknum og fengi ekki sæti á landsfundinum. Víðast hvar þætti það nú eðlilegasti hlutur í heimi, að einstaklingar, sem stundi trúnaðarstörf fyrir stjórnmálaflokka eða öfl, sætu ekki landsfundi annara flokka.
Pressan birti svo viðtal við Svein Andra Sveinsson, einn þeirra sjálfstæðismanna, sem vilja ESB-aðild, áður en að landsfundinum lauk, þar sem að hann boðaði, stofnun nýs hægriflokks með ESB- fetish. Má leiða að því líkum að viðtalið hafi verið tekið fyrirfram og verið tilbúið til birtingar, þegar skoðun, meirihluta landsfundarfulltrúa væri kunn. Sé svo rauninn, þá óska ég Sveini Andra og félögum góðs gengis, í baráttunni um atkvæðin við kjósendur Samfylkingarinnar, þessi ca 20-30%.
Það er vitað að í kosningunum 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn, galt afhroð, vegna hrunsins, að stór hluti fastafylgis flokksins, frá þeim sem studdu ESB aðild, fluttist yfir á Samfylkingu, þau atkvæði munu þá væntanlega fara til Sveins Andra og co., séu þeir kjósendur enn svag fyrir ESB, annars koma þau atkvæði "heim" aftur. Sá hluti fylgisins sem fór af flokknum, frá þeim sem andvígir eru ESB, fluttist hins vegar yfir á Vg og verður að telja, að miðað við störf og efndir Vg á kjörtímabilinu, að þau atkvæði, komi að mestu leyti til baka.
Vilja draga umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.