Leita í fréttum mbl.is

Hæstiréttur kom með línuna 16. júní.

Í allri þessari umræðu um dóm Hæstaréttar, læðist að manni sá grunur, að þeir fulltrúar stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og svo núna Samtaka Atvinnulífsins, hafi ekki lesið meginiðurstöðu dóms Hæstaréttar.

  Í stuttu máli er megin niðurstaðan sú að, þessir lánasamningar eru löglegir að öllu leyti, nema því að ekki var heimilt að hafa í þeim"gengistryggða verðtryggingu". Allt annað í samningum stendur, eins og vextir og lánstími.  

 Það skiptir engu máli, varðandi dóm Hæstaréttar, hvort að aðrir séu með "annars konar" verðtrygginu á sínum lánum, sem er lögleg.  Það er ekki hægt að setja fram einhver "jafnræðisviðmið" gagnvart þeim sem tóku sín lán, miðað við "hefðbundna" verðtryggingu.  Almenningi stóð til boða á sínum tíma, báðir möguleikarnir og fólk sem að hafði, þá þegar lán með "hefðbundinni" verðryggingu, stóð velflestu til boða, að skuldbreyta yfir í gengistryggðu lánin.

  Sú eina lína sem fjármálafyrirtækjunum er mögulegt að gefa, samkvæmt dómi Hæstaréttar, er að taka hvert þeirra lána, sem eru sambærileg þeim sem Hæstiréttur, felldi sinn dóm um, reikna hvað hver afborgun, hefði verið til dagsins í dag, miðað við þá vexti sem eru í samningunum og hver heildarupphæð afborgananna hefði verið samkvæmt því. Hafi fólk borgað meira, þá endurgreiða því.  Eigi fólk enn eftir að borga einhverja upphæð af láninu, þá senda því greiðsluseðla, samkvæmt þeim úrskurði, sem Hæstiréttur kvað upp.

Hæstiréttur, er æðsta dómsvald landsins, en ekki einhver álitsgjafi út í bæ.  Dómum Hæstaréttar ber að fylgja, en ekki snúa útúr og draga lappirnar gagnvart og upphugsa eitthvað annað en dómurinn kveður á um.


mbl.is Fjármálafyrirtækin komi með línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband