Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru þá Gylfi og Már að verja?

Nokkrum dögum, áður en bæði Íslandsbanki og Arionbanki, gefa frá sér yfirlýsingu, eftir að hafa skoðað  stöðu eigin banka, að bankarnir muni "lifa" af dóm Hæstaréttar, gáfu Gylfi Magnússon Efnahags og viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson, út yfirlýsingu um hið gagnstæða. 

 Að baki slíku, hljóta að liggja einhverjar ástæður, heldur en óígrundaðar yfirlýsingar, byggðar á tilfinningum þeirra.

 Ein ástæðan gæti verið sú, að Landsbankinn lifi þetta ekki af og til þess að hylma yfir þá staðreynd, þá séu hinir bankarnir, dregnir með inní myndina. Það hljómar kannski ekki ólíklega, í ljósi þeirrar umræðu sem að orðið hefur um 260 milljarða skuldabréf Landsbankans.  Vegna þessa skuldabréfs knúðu stjórnvöld í gegnum þingið á síðustu dögum þess, breytingu á lögum, sem kvað á um að kröfur vegna skuldabréfsins, yrðu settar fram fyrir innistæður, félli bankinn.  Slíkar lagabreytingar, gerðu menn varla, nema hafandi áhyggjur af afdrifum bankans.

 Svo gæti önnur ástæðan verið sú að stjórnvöld, hafi gert baksamninga, við kröfuhafa gömlu bankanna, sem fæi í sér, að ef endurreistu bankarnir yrðu fyrir skaða, vegna dóms Hæstaréttar, þá myndi ríkið bera skaðann.  

 Eigi síðari ástæðan við, er ekki annað að sjá, að stjórnvöld, hafi með þessum baksamningum, veitt ríkisábyrgð, án heimildar.  Það kveður skýrt um það í lögum um fjármál ríkisins, að ríkisábyrgð, megi ekki veita, án efnislegrar umræðu og samþykkis Alþingis.   


mbl.is Stefnir ekki efnahag bankans í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við bíðum átekta kerfið er að hrynja það er öruggt!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gylfi og Már vinna ekki fyrir okkur heldur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og samkvæmt honum má ekki afskrifa neinar kröfur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband