23.6.2010 | 10:24
Ekki nýjar fréttir.
það var ljóst, strax vikurnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, að Bretar og Hollendingar, væru fúsir til viðræðna um Icesave. Þeir voru þá, eins og reyndar núna, eingöngu reiðubúnir að ræða lausn deilunnar, á grundvelli, þessa "betra tilboðs", sem lagt var fram vikurnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Það verður samt að segjast eins og er, að þetta svokallaða "betra tilboð", getur vart talist "betra", þar sem, ekki er tekið á þeim ágreiningi, sem að í raun hefur "tafið" lausn deilunnar. Sá ágreiningur, snýst ekki um vexti og vaxtakjör, heldur um greiðsluskyldu, eða öllu heldur ábyrgð Ríkissjóðs og þar með íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.
Það var ríkisábyrgðin, sem þjóðin kaus gegn þann 6. mars sl. þjóðin kaus ekki um vaxtakjörin, þó svo að Össur og fleiri hundtryggir starfsmenn Bretavinnunnar, rembist eins og rjúpa við staur, við að endurskrifa söguna á þann hátt.
Stjórnvöld hafa því ekki umboð þjóðarinnar, til annars en að ganga frá deilunni, án ríkisábyrgðar, hvað sem einbeittum vilja stjórnvalda til annars líður. Segja má að umboð stjórnvalda, lúti eingöngu að því, að leysa deiluna, á þeim grundvelli, sem sameiginlegt samningsviðmið stjórnar og stjórnarandstöðu, snerist um. Í því samningsviðmiði, kvað á um að fyrst skildi leitast við að ná sem mestu upp í upphæðina úr þrotabúi Gamla Landsbankans, sem sannarlega stofnaði til skuldarinnar, að því loknu, myndu svo þjóðirnar þrjár, setjast aftur að samningaborðinu og semja um sameiginlega ábyrgð, á þeirri fjárhæð sem útaf stæði, þar sem tilvist Icesavereikninganna, var ekki eingöngu á ábyrgð Íslendinga og því síður á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Svo má líka segja, að stjórnvöld hafi umboð til lausnar deilunnar, á þann hátt, að fyrri Icesavesamningurinn, með fyrirvörunum, taki gildi með fyrirvörunum öllum óbreyttum.
Icesavereikningarnir, eða möguleikinn á því að stofna til þeirra af Landsbankanum, varð til vegna þess að stjórnvöld höfðu lögleitt, tilskipanir ESB um tryggingarsjóð innistæðueigenda. Sú lögleiðing hlaut samþykki ESA, hvað sem að sú ágæta stofnun ályktar nú. Í þeirri tilskipun er skýrt kveðið á um að ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum, er óheimil.
Sú fullyrðing að Icesavedeilan og ESB-umsóknin og deilan þar með ESB óviðkomandi, er beinlínis röng. Hið rétta er að ESB hefur verið á harðahlaupum undan þessu "skilgetna afkvæmi" sínu, afkvæmi vanhugsaðrar og meingallaðrar reglugerðar sinnar, sem að Icesavedeilan, er með sanni sprotin upp af.
Næstu dagar og vikur munu því fara áróðursstríð, milli aðildarsinna og hundtryggra starfsmanna í Bretavinnunni, gegn stórum meirihluta þjóðarinnar, sem leysa vill deiluna á réttlátan og sanngjarnan hátt, en ekki á þann sakbitna hátt glæpamannsins, sem að stjórnvöld og þeirra fylgismenn vilja.
Bretar reiðubúnir í Icesave-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Frá Newcastle til Juventus
- Félagaskiptin í enska fótboltanum - lokadagur
- Svakaleg toppbarátta í Þýskalandi
- Lætur af störfum í Keflavík
- Markvörður Chelsea settur á bekkinn
- Hrefna og Gunnar unnu í klifri
- Óvíst hvenær Doncic spilar fyrst
- Vildi lítið tjá sig um Rashford
- Chelsea kallar leikmann til baka
- Mikið áfall fyrir Manchester United
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.