21.6.2010 | 19:18
David Cameron genginn í Heimssýn?
David Cameron talar um skaðabætur til Breta, vegna íslenska bankahrunsins. Það hlýtur að kalla á óháða rannsókn á tilurð hryðjuverkalaga Breta, með hugsanlega málsókn í huga. Slík málsókn, myndi eflaust kalla á opinberun á breska fjármálakerfinu, líkt og skýrslan hér, bauð uppá. Þar myndu leikar berast til skattaparadísa Breta á Ermasundseyjunum og í Karabíska hafinu. Það þarf ekki að dvelja lengi við það, til þess að sjá, að slík rannsókn myndi draga ýmislegt fram um breska fjármálakerfið, sem ekki þolir dagsins ljós.
Þessi yfirlýsing Camerons, hlýtur líka að drepa endanlega áhuga íslensku þjóðarinnar á inngöngu í ESB, þó svo búast megi við að Samfylkingin og hennar aðstoðarfólk í Bretavinnunni, leggi sig enn frekar fram um að gangast undir ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga.
Íslenska þjóðin ætti sjálfsagt núna að sameinast um að skrifa David Cameron þakkarbréf og þakka honum, þetta mikilvæga skref í því að hafa gert þjóðina, endanlega afhuga ESB-inngöngu.
Það verður samt að teljast líklegast að yfirlýsing Camerons verði til þess, að Spuna og blogglúðrasveit Samfylkingar, verði kallaðar út í neyðarkall og hefji spunann um allan "skaðann" og efnahagshrunið, sem kann að verða, ef við borgum ekki með bros á vör.
Þess ber þó að geta, að "efnahagshrunið" og "hörmungarástand" það sem að stórnvöld spáðu í kjölfar synjunar forsetans á lögum nr. 1/2010, hafa snúist upp í andstæður sínar, þrátt fyrir það að þjóðin hafi kosið gegn síðustu Icesavesamningum, þannig að ekki ættu endurteknar bölspár stjórnvalda, að bíta á þjóðinni, í andstöðu hennar gegn greiðsluvilja stjórnvalda, á ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga. Jafnvel þó svo að slíkt kostaði þjóðina ESB-aðild.
![]() |
Beiti ESB í Icesave-deilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Engin grið við verðmætabjörgun
- Íslendingar bregðast við: Farðu í rass og rófu
- Annan eins öðling hef ég nánast ekki hitt
- Tollarnir geti verið högg fyrir sjávarútveginn
- Þorgerður um nýjustu vendingar: Honum var alvara
- Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa
- Neikvæð áhrif skattlagningar
- Enn rýkur upp við varnargarðana
Erlent
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
- Tollastríð myndi veikja ríkið í vestri
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
- Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
Athugasemdir
David Cameron er jú sjálfur á móti ESB og öllu því tengdu, þar á meðal stækkun þess, og með þessari yfirlýsingu þá slær hann tvær flugur í einu höggi. Hann útilokar að Ísland gangi í ESB, og sér til þess að þetta endi í dómsmáli, sem við líklega töpum. Vilji breta og hollendinga til að ræða Icesave málin er jú enginn þessa daga, enda eru þeir farnir að undirbúa sig fyrir EFTA dómsstólinn. Þrátt fyrir góð rök, þá held ég því miður að möguleikar okkar á að vinna það mál gegn lögfræðingaher breta og hollendinga séu ansi litlir.
Bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 20:08
Já, já "David Cameron talar um skaðabætur til Breta"
Nú og hann Cameron er eins og þessar litlu, litlu, nice, nice Samfylkingargungur hér heima er vildu alls ekki fara í mál við breta, eða hvað þá þessar gungur hérna heima þorðu að tala opinberlega um skaðabætur er íslendingar áttu fyllilega skilið að fá greiddar vegna beitingu þessara hryðjuverkalaga.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 20:52
Já ég vona það að það sé gunguháttur að vilja ekki láta Icesave fara fyrir EFTA dómsstólinn. Að minnsta kosti þá eru Bretar og Hollendingar ekki lengur gungur.
Bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:40
Martin Wolf útskýri fyrir Cameron og Hague !
Eg rak augun í það að Bretar hafa lagt niður sitt FSA í núverandi formi og innlimað það í Englandsbanka. En það sem er athyglisvert er að .......The chancellor also gave the names last night of the people who will work alongside former Bank of England Chief Economist John Vickers when he leads a panel on the future of banking.......en Martin Wolf "of the Financial Times" er einn af þeim og sá hinn sami og lagði til að Bretar gleymi icesave og taki þrotabúið http://www.visir.is/article/20100115/VIDSKIPTI06/967888134.
http://www.businessweek.com/news/2010-06-17/u-k-scraps-fsa-reversing-system-set-up-by-brown-update1-.html
Hólmsteinn Jónasson, 21.6.2010 kl. 21:46
Ég átti heima í Bretlandi í mörg ár og er bara nýflutt heim. David er ekki einn um að syrgja að hafa gengið í ESB, en það er lítið hægt að gera í því eftir á. Velflestir Bretar eru á móti ESB, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur reynst landinu dragbítur og til trafala og veikt stöðu þess. Og ég hef aldrei hitt upplýstan, velmenntaðan og hugsandi Breti sem er ekki illa við Evrópusambandið. Því miður eru fæstir vongóðir um það sé gerlegt að losna þaðan út. Fáir aðrir en Tyrkir og slíkir líta þetta samband jákvæðum augum. Þar býr fleira undir en virðist, til dæmis menningarleg útþennslustefna islamista. Þetta er staðreynd sem hver sem er getur kynnt sér, hversu ópólítískt korrekt sem hún hljómar nú. Það er orðin raunveruleg ógn við breska menningu, frelsi og almennt siðferði þar í landi, að sharia lög, með öllum þeim skuggahliðum sem þeim fylgja, gætu orðið veruleiki þar í landi, afþví Islamistum eykst fylgi þar, enda seinni kynslóð innflytjenda oft ofstækismenn, því ungt fólk fellur auðveldar fyrir áróðri, þó foreldrarnir hafi verið hófsamir múslimar, vandamál sem þó er mun alvarlegra í Bandaríkjunum.
Hrafn (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.