Leita í fréttum mbl.is

Bretavinnan að byrja á ný.

Gylfi Magnússon, "umboðslausi" efnahags og viðskiptaráðherrann, tekur hér "smá swing" í Bretavinnunni. 

 Ef  að samningur um Icesave, verður undirritaður í þriðja sinn, með sama inntaki og hinir fyrri, þ.e. að það fylgi ríkisábyrgð, þessum ólögvörðu kröfum Breta og Hollendinga, þá er það einboðið, að forsetinn synji þeim lögum, sem af slíkum samningi spretta.  Enda snerist þjóðaratkvæðagreiðslan, ekki um lánskjör eða þvíumlíkt, heldur snerist hún það, að þjóðin (skattgreiðendur) kusu um það hvort þeir vildu ábyrgjast, skuldir einkabanka í útlöndum.

 Eftir synjun forsetans á Icesavelögunum frá 30. desember sl. (hér eftir lög nr.1/2010), þá neyddust stjórnvöld, til þess að leita til stjórnarandsöðunnar, um myndun samninganefndar, sem allir flokkar á þingi, kæmu að.  Annars hefðu engar viðræður átt sér stað, fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur hefði þá eingöngu verið rekin hér grimm og illvíg kosningabarátta, með og á móti lögum nr. 1/2010.

Samninganefndin hin nýja, fór svo út með sameiginlegt samningsmarkmið, sem hvað á um að þrotabú Gamla Landsbankans, yrði nýtt að því marki sem það dyggði til að greiða skuldbindingarnar, síðan tækju við nýjar viðræður stjórnvaldanna þriggja, um sameiginlega ábyrgð á því sem eftir stæði, ef að eitthvað yrði þá eftir.    

 Til að gera langa sögu stutta, þá var þessu samningsviðmiði, hafnað með því sama og lagt fram gagntilboð. Tilboð sem síðar fékk heitið "betra tilboð".  

 Þegar nær dró að þjóðaratkvæðagreiðslunni,  fóru að berast þær raddir úr búðum stjórnarliða, að þjóðaratkvæðagreiðslan, væri marklaus skrípaleikur, enda lægi betra tilboð á borðinu.  Eitthvað illa gekk þó að fá upplýst, hvað féllist í betra tilboðinu, svo þjóðin gæti tekið upplýsta ákvörðun, enda var þar vísað til trúnaðar á milli samningsaðila.  Það verður þó að teljast hæpið, að vísa til trúnaðar á milli samningsaðila, þegar að þjóðaratkvæðagreiðslan vofði yfir þjóðinni.  En trúnaðurinn, var vitanlega fyrst og fremst, settur á vegna þess að "betra tilboðið", var ekkert annað en lægri vextir, en áður hafði verið samið um og einhver vaxtalaus ár, en ríkisábyrgðin, sem lög nr. 1/2010 snerist um, var enn fyrir hendi.

 Í undanfara þjóðaratkvæðagreiðslunnar, lagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra, um það hvað fælist í þessu "betra tilboði", enda varla hægt að halda þjóðinni óupplýstri, um hvað annað en lög nr. 1/2010, væri í boði.  Samkvæmt þingsköpum hafa ráðherrar tíu virka daga, til þess að svara slíkum fyrirspurnum, en fyrirspurninni sem lögð var fram í marsbyrjun, var ekki búið að svara, þann 16. júní er þingið fór í sumarfrí.  Það sjá það allir, sem kunna að lesa á dagatal, að töluvert meira en tíu dagar voru þá liðnir frá framlagningu fyrirspurnar Vigdísar. Það bendir þá væntanlega til þess að "sagan" um betra tilboðið, var ekki jafnsönn og af var látið.

 Þjóðaratkvæðagreiðslan fór svo fram, eins og alþjóð veit, og voru lög nr.1/2010 kolfelld, með 98,2 % atkvæða þeirra sem kusu.   Síðan þá hefur ekkert frést af viðræðum, eða undirbúningi þeirra, enda viðsemjendur okkar, fyrir utan það að kosið hefur verið bæði í Bretlandi og Hollandi, ekki boðið annað en samning á grundvelli "betra tilboðsins", sem að er í raun bara gamli samningurinn sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með vaxtaafslætti og myndi slíkum samningi fylgja samskonar lög og lög nr. 1/2010,  með þeirri smábreytingu að vaxtaprósentan væri lægri og einhver ár væru vaxtalaus.

 Slíkum lögum bæri forseta vorum, að sjálfsögðu synja staðfestingar og vísa til þjóðarinnar.  Ríkisstjórn sem ekki býður þjóð sinni, betur en svo, að hún býður þjóð sinni upp á nánast sömu lög aftur og þjóðin hafnaði,  er þá sjálf að grafa gröf sína, ekki þingið, forsetinn, eða þjóðin.


mbl.is Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hún má þá fara mín vegna

gisli (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill

Sigurður Þórðarson, 21.6.2010 kl. 11:16

3 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Þetta er góður pistill og hafðu þökk fyrir hann!

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 21.6.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband